Messa guðfræðinema 1. desember

1. desember 2023

Messa guðfræðinema 1. desember

Prédikun fluttu Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Auður Pálsdóttir og Benedikt Sigurðsson

Fullveldisdagurinn er í dag 1. desember.

Þá höldum við Íslendingar upp á að þann dag árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki.

Áratuga hefð er fyrir því að guðfræðistúdentar haldi sérstaka messu í kapellu Háskólans á þessum degi.

Þeirri messu er jafnan útvarpað, lengi vel í beinni útsendingu, en nú er hún tekin upp og útvarpað síðar.

Að þessu sinni verður henni útvarpað sunnudaginn 10. desember kl. 11:00.

Kapella Háskóla Íslands eða Háskólakapellan eins og hún er kölluð í daglegu tali var vígð 16. júní árið 1940 og var á árum áður gjarnan notuð fyrir kirkjulegar athafnir eins og brúðkaup, enda voru ekki margar kirkjur í borginni í þá daga.

Fréttaritari kirkjan.is sótti messuna á fullveldisdaginn og var hún einstaklega hátíðleg.

Prestur í messunni í morgun var sr. Jón Ómar Gunnarsson.

Prédikun fluttu Auður Pálsdóttir, Benedikt Sigurðsson og Elísa Mjöll Sigurðardóttir.

Lesarar voru Harpa Rós Björgvinsdóttir, Helga Björg Gunnarsdóttir, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands.

Valgerður Stefánsdóttir djáknanemi bauð gesti velkomna.

Meðhjálpari og aðstoðarmaður við útdeilingu var Kristján Óli Níels Sigmundsson.

Forsöngvari var Hilda María Sigurðardóttir og guðfræðinemar leiddu söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.

Messan var unnin í samstarfi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og orgelnemendur þaðan spiluðu á orgelið

Organistar voru Elísa Elíasdóttir, Hrafnkell Karlsson og Pétur Nói Stefánsson.

Trompetleik annaðist Ingunn Erla Sigurðardóttir.

Sálmaval önnuðust Kristján Óli Níels Sigmundsson, Sólveig Franklínsdóttir, Stella Eiríksdóttir og í kærleiksþjónustuhóp voru Arna Jakobsdóttir, Eva Lín Traustadóttir, Eva Þórarinsdóttir og Harpa Rós Björgvinsdóttir.


Vinátta og kærleikur var meginþema messunnar og fjallaði prédikun þremenninganna um náungakærleik gagnvart öllu fólki með sérstaka áherslu á flóttafólk.

Guðfræðinemar buðu síðan í glæsilegar veitingar í kennslustofu gegnt Háskólakapellunni eftir messuna.

Messunni verður eins og áður sagði útvarpað þann 10. desember kl. 11:00.

slg





Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Trúin

  • Flóttafólk

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi