Aðventustundir í Egilsstaðaprestakalli

5. desember 2023

Aðventustundir í Egilsstaðaprestakalli

Egilsstaðaprestakall er í hópi þeirra prestakalla, sem hafa flestar sóknir.

Þar eru 14 sóknir, 14, sóknarnefndir, 14 kirkjur eitt Kirkjusel, sem er í Fellabæ og nokkur þjónustuhús við minnstu kirkjurnar.

Í Kirkjuselinu í Fellabæ er safnaðarheimili og skrifstofa prests.

Á Egilsstöðum er safnaðarheimili og þar eru einnig skrifstofur presta, en þrír prestar þjóna prestakallinu, tvö þeirra búa á Egilsstöðum og ein býr á Seyðisfirði.

Aðventan er sá tími sem hátíðlegar stundir eru haldnar í stórum sem smáum sóknum.

Í Kirkjuselinu í Fellabæ var haldið aðventukvöld Ássóknar þann 29. nóvember síðast liðinn og þann 30. nóvember var jólasálmakvöld í Seyðisfjarðarkirkju.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu þann 3. desember var aðventuhátíð í Eiðakirkju fyrir Eiða- og Hjaltastaðasóknir klukkan 16:00 og aðventukvöld í Sleðbrjótskirkju fyrir Sleðbrjóts- og Kirkjubæjarsóknir klukkan 19:30.

Í kvöld þriðjudagskvöldið 5. desember verða aðventutónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju kl. 20:00.
Stjórnandi er Sándor Kerekes.

Laugardaginn 9. desember verður aðventuhátíð Vallanes- og Þingmúlasókna í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal.

Þann 10. desember, sem er annar sunnudagur í aðventu verður aðventukvöld í Egilsstaðakirkju klukkan 18:00 og aðventukvöld í Seyðisfjarðarkirkju á sama tíma klukkan 18:00.

Þann dag verður einnig aðventuguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum og um kvöldið klukkan 20:00 verður aðventukvöld í Valþjófsstaðakirkju.

Þann 13. desember verður aðventukvöld í Bakkagerðiskirkju, sem er á Borgarfirði eystra og aðventukvöld í þjónustuhúsinu við Hofteigskirkju í Jökuldal klukkan 20:00.

Þann 18. desember, sem er mánudagskvöld verður jólasálmakvöld í Áskirkju í Fellum klukkan 20:00.

Áður en sjálf hátíðin gengur í garð verður söngstund í Egilsstaðakirkju á Þorláksmessu 23. desember kl. 16:00 og svo farið „út að kanta“, en að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur prests í Egilsstaðaprestakalli varð það nýyrði til fyrir austan í fyrra og merkir að fara um bæinn og syngja jólalög-cantar.

Um kvöldið verða jólatónar í kirkjunni milli klukkan 22:00 og 23:00.

Þá koma organisti og gestir fram og hægt verður að koma og fara að vild.

Af þessu má sjá að það verður mikið um dýrðir í Egilsstaðaprestakalli á aðventunni og þá er ekki upptaldar guðsþjónustur og sunnudagaskólar.

Kirkjan býður síðan að sjálsögðu upp á fjölbreytt helgihald um sjálfa jólahátíðina, sem sjá má á auglýsingunum hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kærleiksþjónusta

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls