Aðventustundir í Garða- og Saurbæjarprestakalli

5. desember 2023

Aðventustundir í Garða- og Saurbæjarprestakalli

Barnakór syngur í Akraneskirkju

Aðvventustundir eru haldnar um allt land og þar sem margar kirkjur eru í prestaköllum er mikið að gera hjá prestum, organistum og söngfólki.

Í Akraneskirkju var jólaball á fyrsta sunnudegi í aðventu og að sögn sr. Ólafar Margrétar Snorradóttur prests í Garða- og Saurbæjarprestakalli þá var dagurinn afar góður.

„Börnin sungu og gengu í kringum jólatréð, jólasveinn kíkti í heimsókn og færði öllum mandarínur.“

Aðventuhátíð kirkjunnar var síðan síðdegis.

Klukkan 17:00 söng Barnakór Grundaskóla nokkur lög og nemendur úr Tónlistarskóla Akraness spiluðu falleg jólalög.

Þá var bæði samsöngur og kórsöngur ásamt fallegri jólasögu.

Meðfylgjandi eru myndir frá þessum stundum.

Að sögn sr. Ólafar Margrétar er „jólasöngur í kirkjunni nýr dagskrárliður í prestakallinu og verður alla miðvikudaga fram að jólum.

Þá er samsöngur í Akraneskirkju þar sem öllum er boðið að koma og syngja uppáhalds jólalögin.

Hilmar Örn Agnarsson, organisti Akraneskirkju, leikur undir á píanó og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða sönginn.

Þetta er samverustund fyrir alla fjölskylduna á aðventunni og hefst hún klukkan 17:30.

Á annan sunnudag í aðventu þann 10. desember verður aðventuhátíð í Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Þar syngur Kór Saurbæjarprestakalls, en undirleik annast Zsuzsanna Budai.

Sérstakur gestur kvöldsins verður Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og fyrrverandi alþingismaður.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kærleiksþjónusta

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls