Völvur á Íslandi

6. desember 2023

Völvur á Íslandi

Út er komin bókin Völvur á Íslandi eftir sr. Sigurð Ægisson sóknarprest á Siglufirði.

Í bókinn kemur fram að á Norðurlöndum séu til aldagamlar sagnir um konur, sem vissu töluvert lengra nefi sínu.

Þær eru nefndar ýmsum nöfnum í fornbókmenntum okkar, en þekktastar eru, að mati sr. Sigurðar, völvurnar.

Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar virðingar.

Þær voru á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það sem flestum öðrum var hulið.

Á bókarkápu segir að „rannsóknir bendi til að íslensku völvurnar hafi verið öðruvísi en aðrar, það er að segja búandi konur, en hinar farið um á milli bæja og þá gjarnan haft með sér fylgdarlið.“

Í bókinni er saga þeirra allra rakin, allt frá öndverðu til nútímans, ræturnar og arfleifðin.

Endurmat á kumlum, bæði hér á landi og erlendis sýnir að í einhverju tilvikum hafi verið um að ræða kuml kvenkyns sjáenda.

Það má merkja af því að fundist hafa teinar ákveðinnar gerðar sem túlka má sem galdrastafi.

Auk þess hafa þau verið ríkulega búin með leifum af fræjum hamps eða nornajurtar og skyldra tegunda.

Á bókarkápu segir einnig:

„Á Íslandi eru til heimildir um á sjöunda tug völvuleiða.

Sumum þeirra fylgja hreint magnaðar sögur, alveg dagsannar.“

Í fyrsta hluta bókarinnar er forsagan sögð og hvað liggi að baki sagnanna um völvurnar.

Í öðrum hluta eru taldir upp staðir á Íslandi þar sem minjar eða sagnir eru af völvum.

Þeim hluta bókarinnar fylgja myndir og nákvæmar töflur um staðsetningar.

Í þriðja hlutanum eru þræðirnir dregnir saman.

Bókin er fallega innbundin og útgáfan vönduð.

Hún er 419 blaðsíður og aftast er ítarleg heimildaskrá.

Þá er skrá yfir mannanöfn, höfunda og/eða rétthafa myndefnis.

Að lokum er skrá yfir þá staði sem nefndir eru í bókinni.

Bókin er gefin út af Bókaútgáfunni Hólar.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Útgáfa

  • Menning

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi