Aðventuhátíð á Skagaströnd og helgihald um jól

7. desember 2023

Aðventuhátíð á Skagaströnd og helgihald um jól

Hólaneskirkja

Húnavatnsprestakall er eitt þeirra prestakalla þar sem eru mjög margar sóknir.

Þann 1. maí árið 2022 voru Breiðabólsstaðarprestakall, Melstaðarprestakall, Skagastrandarprestakall og Þingeyraklaustursprestakall sameinuð í eitt prestakall, Húnavatnsprestakall.

Í prestakallinu eru 18 sóknir.

Sóknarprestur er sr. Magnús Magnússon og prestar eru þær sr. Bryndís Valbjarnardóttir og sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir.

Sr. Bryndís býr á Skagaströnd og segir hún að sameiginleg aðventuhátíð Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar-, Holtastaða-, Höskuldstaða-, Hofs-, og Höfðasóknar hafi verið haldin í Hólaneskirkju á Skagaströnd fyrsta sunnudag í aðventu þann 3. desember.

„Kór Hólaneskirkju söng yndisfögur jólalög, fermingarbörn báru inn ljós í kirkjuna og tendruðu á aðventukransinum.

Einnig leiddu þau okkur í fallegum bænum.

Sr. Stína Gísladóttir, pastor emerítus, sem þjónað hefur í öllum fyrrnefndum sóknum flutti hjartnæma hugleiðingu, sem viðstaddir tóku með sér út í kvöldið og geyma í huga sér“

segir sr. Bryndís.

Í ræðu sinni sagði sr. Stína meðal annars:

”Aðventa bernsku minnar var fyllt birtu, friði og eftirvæntingu.

Hvern sunnudag aðventunnar var kveikt á einu nýju kerti á aðventukransinum og mamma eða pabbi lásu sögu við kertaljós og við lærðum aðventu- og jólasálma og sungum.

Stundin var friðarstund.

Mamma var dönsk og sagði okkur ýmislegt úr æsku sinni.

Fjölskyldan bjó í litlum sveitaskóla þar sem pabbi hennar var skólastjóri.

Þar var aðventu-jólahátíð við jólatré með kertaljósum, sem hófst með því að öll skólabörnin gengu inn í salinn með logandi kerti og sungu sálm eftir Brorson:

Her kommer Jesus dine små.

Sálmurinn er um fæðingu Jesú og umfaðmandi kærleika hans og að við öll erum börn hans.

Sérstaklega hefur mér þótt vænt um erindið sem minnir á kærleikskraft skírnarinnar“

sagði sr. Stína meðal annars.


Að lokum má geta þess að sérstök aðventustund verður með níu til tíu ára börnum og tíu til tólf ára börnum í Hólaneskirkju í dag, þann 7. desember Kl. 16.00.

Aðventuhátíð verður síðan á Dvalarheimilinu Sæborg þann 13. desember klukkan 19:30.

Einnig verður þar sunnudagaskóli þann 17. desember klukkan 14:00.

Helgihald um jólahátíðina verður í Hólaneskirkju á aðfangadag klukkan 17:00 og í Hofskirkju á jóladag klukkan 14:00.

Síðan verður sú nýbreytni að það verður helgistund í Húnaveri þann 27. desember klukkan 14:30 og í framhaldi af því verður jólaball.

 

slg



Myndir með frétt

  • Eldri borgarar

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Barnastarf

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi