Skólaheimsóknum hefur fjölgað á aðventunni í Hafnarfjarðarkirkju

8. desember 2023

Skólaheimsóknum hefur fjölgað á aðventunni í Hafnarfjarðarkirkju

Bylgja Dís segir börnunum sögu

Nú á aðventunni heimsækja um 1000 grunnskólabörn Hafnarfjarðarkirkju.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar stýrir stundunum ásamt Kára Þormar organista og prestum kirkjunnar.

Í heimsókninni fræðast börnin um aðventukransinn, heyra jólasögu, syngja jólalög og kynnast báðum orgelunum í kirkjunni.

Kári spilar fyrir börnin franskt jólalag á barrokk orgel kirkjunnar, lag sem við hér á landi þekkjum sem lagið Skín í rauðar skotthúfur og svo bregður hann sér uppá loft og spilar á stóra orgelið Toccötu og Fúgu í D moll, við mikla aðdáun barnanna.

Í lokin fá svo börnin heitt kakó og piparkökur frammi í safnaðarheimili.

Að sögn sr. Jónínu Ólafsdóttur sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju hafa „stundirnar notið mikilla vinsælda í þeirri mynd sem þær eru nú, en börnin hafa ekki síst gaman að því að skoða orgelin og heyra hversu mögnuð hljóðfæri þau eru.“

Að hennar sögn þá eru „skólaheimsóknirnar ómissandi þáttur á aðventunni og okkur þykir vænt um að þeim skuli fjölga ár frá ári.

Þessa viku og fram í byrjun þeirrar næstu er kirkjan full af börnum uppá hvern dag og lítið annað kemst að hjá okkur á meðan.

Við erum líka afar ánægð með þetta góða samstarf sem við eigum við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar“ segir sr. Jónína og bætir við:

„hún Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi hefur sett saman svo flott prógram sem virkar vel og við starfsfólk kirkjunnar og prestar reynum öll að taka þátt eins og kostur gefst.“

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls