Söngur og lestrar

13. desember 2023

Söngur og lestrar

Að syngja jólin inn er vel þekkt hefð á Englandi og víða á Norðurlöndunum.

Lessons and carols eins og það heitir á Englandi er hjá mörgum fastur liður í jólaundirbúningnum.

Jólin verða sungin inn í Hallgrímskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu þann 17. desember næst komandi kl. 17:00.

Að sögn Sólbjargar Björnsdóttur tónleika- og kynningarstjóra kirkjunnar þá verður sönn jólastemning á sunnudaginn.

„Þá gefst kirkjugestum kostur á að fylla kirkjuna og hjörtun af söng.

Sungnir verða margir af ástsælustu jólasálmum okkar.

Auk þess flytja Kór Hallgrímskirkju, Kammerkórinn Hljómeyki og Kammerkór Seltjarnarneskirkju fallegan kórsöng og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Erlu Rutar Káradóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.

Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir blessar söfnuðinn í lok tónleikanna“ segir Sólbjörg.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Björn Steinar Sólbergsson organista kirkjunnar og spurði hann um aðdraganda þessa viðburðar.

„Fyrir jólin 2022 ákváðum við í Hallgrímskirkju að efna til nýs viðburðar undir nafninu Syngjum jólin inn!

Grunnhugmyndin er að söfnuðurinn í sinni breiðustu mynd komi saman rétt fyrir jólin og æfi jólasálmana saman.

Við buðum tveimur gestakórum að syngja með kórnum okkar, Kór Hallgrímskirkju, og þannig var myndaður 100 manna kór sem söng saman.

Auk þess fluttu kórarnir jólatónlist hver í sínu lagi.

Prestar safnaðanna tóku líka þátt með lestri úr ritningunni.

Stóra atriðið var að þar gafst kirkjugestum kostur á að syngja með kórunum og orgelunum og var einstakt að upplifa almennan safnaðarsöng af þvílíkum krafti og við fengum að reyna í fyrra.

Hallgrímskirkja fylltist af syngjandi fólki sem fór heim eftir tónleikna með hjartað fullt af jólagleði“

segir Björn Steinar.

slg


Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Biskup

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi