Hallgrímskirkja úthlutar úr líknarsjóði og kirkjuklukkurnar komnar út í Grímsey

14. desember 2023

Hallgrímskirkja úthlutar úr líknarsjóði og kirkjuklukkurnar komnar út í Grímsey

Kirkjuklukkurnar voru til sýnis í andyri Hallgrímskirkju

Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar úthlutaði fjórum milljónum króna úr Líknarsjóðði Hallgrímskirkju á jólafundi sínum þann 12. desember síðast liðinn.

Meginhluta fjármunanna var varið til Hjálparstarfs kirkjunnar og Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Einnig var 500 þúsund krónum ráðstafað til Skjólsins sem er opið hús fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi.

Þá hefur Miðvikudagssöfnuðurinn safnað 400 þúsund krónum á árinu sem varið er að venju til Kaffistofu Samhjálpar.

Miðvikudagssöfnuðurinn er tvítugur söfnuður sem sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti kom á fót.

Til að byrja með mætti hópurinn klukkan 8:00 til morgunmessu og altarisgöngu, en nú hittist hann klukkan 10:00.

Eftir messuna er samvera með spjalli og hefur hópurinn um árabil alltaf styrkt Kaffistofu Samhjálpar.

Klukkurnar í Grímsey

Á jólafundi sóknarnefndar kom fram að safnast hefur nærri ein milljón króna í tengslum við sýningu í anddyri kirkjunnar á klukkunum sem Hallgrímskirkja hefur beitt sér fyrir að gefnar verði Miðgarðakirkju í Grímsey.

Verið er að endurreisa kirkjuna eftir brunann sem varð árið 2021.

Klukkurnar sem steyptar voru hjá konunglegu Eijsbouts klukkusteypunni í Hollandi hafa nú verið ferjaðar út í eyju og bíða þess þar að klukkuturn nýju kirkjunnar verði tilbúinn.

 

slg

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Sóknarnefndir

  • Hjálparstarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls