Styrkveiting úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs

20. desember 2023

Styrkveiting úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs

Styrkhafar ásamt Söngmálastjóra og Biskupi Íslands -mynd sr. Davíð Þór Jónsson

Nýlega voru veittir styrkir úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs.

Sjóðurinn er til kominn vegna samnings þjóðkirkjunnar og STEFs um greiðslu fyrir flutning tónlistar og texta sem eru í höfundarvernd.

STEF leggur 20% af árlegri greiðslu þjóðkirkjunnar í sjóð sem er til að efla kirkjutónlist.

Í stofnskrá sjóðsins segir í þriðju grein:

"Markmið sjóðsins er að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist.

Í því skyni styrkir sjóðurinn frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar, útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins.

Þá er heimilt að veita styrki úr sjóðnum í viðurkenningarskyni fyrir störf á sviði kirkjutónlistar."

„Í ár bárust 12 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var því úr vöndu að ráða að velja úr“ segir Guðný Einarsdóttir Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og bætir við “úr varð að veita styrki til sex verkefna“

Styrkhafar í ár eru:

Auður Guðjohnsen, sem fær styrk til tónsmíða á nýrri messu fyrir Barbörukórinn.

Bára Grímsdóttir, sem fær styrk til tónsmíða orgelverksins Flóra sem er í 4 þáttum.

Björn Steinar Sólbergsson fær styrk til að panta þrjú orgelverk í tilefni af 350 ára ártíð Hallgríms Péturssonar.

Kór Breiðholtskirkju fær styrk til að panta Passíu eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.

Kór Langholtskirkju fær styrk í nýtt kórverk eftir Magnús Ragnarsson í tilefni af 40 ára vígsluafmælis kirkjunnar og loks fær Kirkjukór Saurbæjarprestakalls hins forna styrk til að panta tvö stutt kórverk við texta Hallgríms Péturssonar í tilefni af 350 ára ártíð skáldsins.


slg


  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Biskup

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi