Þjóðbúningamessa í Seltjarnarneskirkju

5. janúar 2024

Þjóðbúningamessa í Seltjarnarneskirkju

Konur í þjóðbúningum á Skálholtshátíð s.l. sumar

Þegar nýtt ár gengur í garð og mikið hefur verið um dýrðir í kirkjum landsins verður oft rólegt yfirbragð yfir safnaðarstarfinu.

Svo er ekki í Seltjarnarneskirkju því þar er sífellt verið að brydda upp á nýjungum.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur á Seltjarnarnesi er hugmyndaríkur og fær fólk úr samfélaginu til að halda erindi á undan sunnudagsmessunni.

Erindin hefjast alla sunnudaga kl. 10:00.

Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er nýr listamaður kynntur, en safnaðarheimili kirkjunnar er nýtt sem listagallerí og stendur hver sýning í einn mánuð.

Bryddað verður upp á þeirri nýjung fyrsta sunnudag á nýju ári að hafa þjóðbúningamessu.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Bjarna Þór og spurði hann um þessa nýjung og hvernig hugmyndin hafi orðið til.

Sr. Bjarni sagði:

„Þjóðbúningarmessan fer fram á sunnudaginn kemur 7. janúar kl. 11:00.

Fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningum eigi það einn slíkan.

Annars hvetjum við fólk til að mæta í lopapeysum sem myndi nægja.

Megin ástæðan fyrir því að mér datt í hug að hafa svona messu er einfaldlega sú að daginn áður er þrettándinn sem tengist ýmsu þjóðlegu í menningu okkar.

Við syngjum áramótalög og sálma eins og Fögur er foldin og fleiri sálma.“

Og hann bætti við:

„Veitingarnar verða þjóðlegar“, en ævinlega er boðið upp á veitingar eftir messu hvern sunnudag.

Hvað verður svo á fræðslumorgninum á sunnudaginn?

„Margrét Júlía Rafnsdóttir kemur og ræðir um bók sína Hjartarætur – Sagan hans pabba.“

En nú er fyrsti sunnudagur ársins á sunnudaginn.

Verður kynntur ný myndlistamaður?


„Já, í lok guðsþjónustunnar verður opnuð myndlistarsýning á Veggnum gallerí í safnaðarheimilinu.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur sýnir þrjár portrettmyndir af þremur kvenskörungum.

Svo er auðvitað íþróttasunndagaskóli kl. 13:00 í kirkjunni“

sagði sr. Bjarni að lokum.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Barnastarf

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi