Fermingarbörn úr Grindavík í Vatnaskógi

11. janúar 2024

Fermingarbörn úr Grindavík í Vatnaskógi

Fræðslustund í Vatnaskógi

Eins og allir vita þurftu Grindvíkingar að yfirgefa heimabæ sinn fyrri hluta nóvember mánaðar.

Fermingarbörn vetrarins dreifðust víða eins og önnur börn úr bænum.

Sum sækja skóla í Reykjavík en önnur sækja skóla á ýmsum stöðum um landið.

Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík brá á það ráð að bjóða fermingarbörnunum og öðrum börnum árgangsins á auka fermingarnámskeið í Vatnaskógi.

Hópurinn hafði verið á fimm daga fermingarnámskeiði í Vatnaskógi í ágústlok, en nú var ákveðið að bjóða þeim aftur á fimm daga námskeið frá mánudegi til föstudags.

Framtakið mæltist afar vel fyrir hjá foreldrum sem og skólastjórnendum og komu flest börn hópsins saman í Vatnaskógi.

Sr. Elínborgu til aðstoðar voru Anna Elísabet Gestsdóttir djákni og svæðisstjóri æskulýðsmála í Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæmum og sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli.

Auk þeirra er starfsfólk frá Vatnaskógi á staðnum.

Vegna sérstakra aðstæðna var námskeiðið börnunum að kostnaðarlausu, en allir leggjast á eitt, Vatnaskógur, Kjalarnesprófastsdæmi og Grindavíkursókn.

Fréttaritari kirkjan.is spurði sr. Sigurð Grétar hvað hafi verið gert þessa fimm daga.

„Sem fyrr blandast saman fræðsla, frjáls tími og helgihald“

segir sr Sigurður Grétar

„tilgangurinn var þríþættur.

Að efla félagsleg tengsl hópsins, veita sálgæslu og síðast en ekki síst að vera fræðsluvettvangur þar sem hægt er að komast yfir mikið af því efni sem annars hefði verið farið yfir á vikulegum samverum í heimsókninni.

Farið var vel í valdar biblíusögur.

Tímalínan frá fæðingu Jesú til upprisu var skoðuð í innanhússbiblíugöngu.

Unnið var með trúartákn, það var mikið sungið, boðorðin voru skoðuð svo og trúarjátningin.

Lögð var áhersla á bænalíf, kyrrðarstundir og fleira.

Tveir félagar úr Orðinu, þeir Sveinn Valdimarsson og Þorsteinn Arnórsson komu og afhentu börnunum nýja testamentið að gjöf.

Síðan fórum við með hálfan hópinn í einu til helgistundar í Hallgrímskirkju í Saurbæ og dreifðum þeim um kirkjuna til að hlusta á þögnina“

sagði sr. Sigurður Grétar og bætti við:


„Þórdís Arnljótsdóttir frá RUV heimsótti hópinn og ræddi meðal annars við nokkur börn og sr. Elínborgu."



slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi