Sérstök þjónusta við þolendur ofbeldis

16. janúar 2024

Sérstök þjónusta við þolendur ofbeldis

Sr. Karen Lind Ólafsdóttir

Sr. Karen Lind Ólafsdóttir hefur hafið störf hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar sem staðsett er í Háteigskirkju í Reykjavík.

Hún mun aðallega vinna með hópa fyrir þolendur ofbeldis, en auk þess veita einkasamtöl.


Fréttaritari kirkjan.is hafði sambandi við sr. Karen Lind og bað hana um að segja sér frá starfinu.


„Ég hóf störf í síðustu viku og nú fara hóparnir aftur af stað á vegum kirkjunnar.

Sjálfboðaliðar héldu utan um þá í veikindaleyfi mínu í húsnæði Óháða safnaðarins.

Þetta eru hópar ætlaðir þolendum kynbundins ofbeldis.

Þeir eru starfandi allt árið um kring á þriðjudögum kl. 20:00 og föstudögum kl. 12:00.

Margir þolendur ofbeldis upplifa einangrun og úrræðaleysi og því er mikil þörf á stuðningi við þá.

Hóparnir eru opnir og þurfa þátttakendur ekki að skrá sig.

Í hópastarfinu hafa þolendur fengið stuðning og ráðgjöf óháð því hvar þeir eru staddir í bataferlinu.

Stundum þarfnast fólk stuðnings við að fara úr skaðlegum samböndum.

Svo er metið hvort um ofbeldi er að ræða, unnið úr fyrri reynslu af ofbeldi og fengin verkfæri til að byggja sig upp að nýju, auk þess að skapa nýtt stuðningsnet og vináttu.

Í hópunum deilum við reynslu, styrk og von og vinnum út frá æðruleysisbæninni:

Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og visku til að greina þar á milli.

Á hverjum fundi er þema, til dæmis að gæta eigin öryggis, að setja mörk, læra að treysta þeim sem eru traustsins verðir og að byggja upp sjálfstraust og vináttu að nýju.

Einnig veiti ég þolendum og aðstandendum þeirra ráðgjöf í einkaviðtölum“

segir sr. Karen Lind.

Sr. Karen Lind Ólafsdóttir er fædd árið 1983.

Hún er gift sr. Páli Ágústi Ólafssyni lögmanni.

Þau eiga fjögur börn á aldrinum átta til sautján ára.

Hún lauk embættisprófi í guðfræði árið 2014 og MS prófi í stjórnun og stefnumótun með sérhæfingu í sáttamiðlun frá Viðskiptafræðideild Háskóla íslands.

Upphaflega lærði hún hjúkrunarfræði í háskólanum í Manchester og starfaði á sjúkradeild á Hrafnistu í Reykjavík með námi.

Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem prestur og hefur séræft sig í þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis.


slg


  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Kærleiksþjónusta

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi