Samtal um reynslu Eyjamanna af skólamálum í gosinu?

24. janúar 2024

Samtal um reynslu Eyjamanna af skólamálum í gosinu?

Nú þegar 51 ár er liðið frá því að gaus í Vestmannaeyjum og byggðin fluttist tímabundið upp á land kemur fólk saman í Bústaðakirkju til bænar og þakkargjörðar.

Þetta vekur mikil hugrenningartengsl við það ástand sem nú vofir yfir byggðinni í Grindavík og spurning hvort læra megi af reynslunni.

Mikilvægt samtal mun fara fram í messukaffinu að lokinni messu.

Þar mun Guðrún Erlingsdóttir, formaður Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík spjalla við Hjálmfríði Sveinsdóttur, fyrrum skólastjóra í Eyjum og kennara Eyjabarna í Hveragerði í gosinu.

Þá ræðir hún einnig við Þorgeir Magnússon, sálfræðing, sem vann rannsókn á námsárangri Eyjabarna í tengslum við gosið.

Þorgeir bjó í Eyjum bæði fyrir og eftir gos og upplifði því miklar breytingar á samfélaginu.

Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona og Eyjakona, les úr dagbók móður sinnar og segir frá líðan sinni og skólasókn í gosinu.

Eyjamessan fer fram sunnudaginn 28. janúar kl. 13:00.

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista fjölbreytta tónlist og verða Eyjalög þar á meðal.

Védís Guðmundsdóttir leikur á þverflautu.

Rósalind Gísladóttir syngur einsöng.

Dagur Sigurðarson og Þorsteinn Lýðsson syngja við undirleik Rúnars Inga.

Eyjalögin, sem sungin verða eru Ágústnótt, Heima, Eyjan græna, Vestmannaeyjabær, Ég veit þú kemur, Eyjan mín bjarta, Sólbrúnir vangar og Gamla gatan, svo eitthvað sé nefnt.

Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson prédikar, en hann var sóknarprestur í Vestmannaeyjum á árunum 1975 til 1990.

Sr. Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli mun þjóna fyrir altari, en hann var prestur Eyjamanna á árunum 2002-2006.

Messuþjónar og fulltrúar úr stjórn Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík taka þátt í messunni.

Að lokinni messu verða kaffiveitingar og fólki verður boðið upp á áðurnefnt samtal.

Kaffi og eitthvað sætt með því er í boði Bústaðakirkju og Átthagafélagsins.


slg



Myndir með frétt

  • Fundur

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samstarf

  • Fræðsla

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi