Tilkynning vegna tilnefninga

6. febrúar 2024

Tilkynning vegna tilnefninga

Tilnefningum til kjörs biskups Íslands lauk á hádegi í dag, 6. febrúar.

Fram kom að af 164 sem máttu tilnefna hafi 160 tilnefnt.

Fulltrúar kjörstjórnar og starfsmaður Biskupsstofu mættu til Advania á hádegi til að rækja hlutverk sitt varðandi afkóðun og talningu tilnefninga, eins og gert er ráð fyrir í 13. gr. starfsreglna kirkjuþings nr. 9/2021-2022 um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Þegar kalla átti fram niðurstöður tilnefninganna kom upp tæknilegt vandamál og tókst því ekki að telja tilnefningarnar eins fljótt og gert hafði verið ráð fyrir.

Samkvæmt nefndum starfsreglum skal talningu vera lokið innan sólarhrings frá því að tilnefningum lauk.

 

slg

  • Þjóðkirkjan

  • Kosningar

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls