Sr. Bára Friðriksdóttir nýr verkefnastjóri Eldriborgararáðs

7. febrúar 2024

Sr. Bára Friðriksdóttir nýr verkefnastjóri Eldriborgararáðs

Sr. Bára Friðriksdóttir

Sr. Bára Friðriksdóttir hefur nú verið ráðin nýr verkefnastjóri Eldriborgararáðs.

Í auglýsingu um starfið segir að helstu verkefni og ábyrgð séu:

· Að veita faglega ráðgjöf og stuðning við starf eldri borgara.

· Að vinna náið með stjórn Eldriborgararáðs og standa fyrir sameiginlegum viðburðum Eldriborgararáðs.

· Að sinna afleysingaþjónustu fyrir starfsfólk í öldrunarstarfi safnaðanna.

· Að taka þátt í kirkjustarfi eldri borgara eftir því sem óskað er eftir og aðstoða varðandi dagskrá og efni sem nota má í starfið.

· Að sjá um almennt kynningarstarf og veita upplýsingar um starf kirkjunnar fyrir eldri borgara.

Sr. Bára er fædd 27. október árið 1963.

Hún tók embættispróf í guðfræði árið 1995.

Auk þess tók hún klínískt sálgæslunám á LSH og Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2003.

Árið 2016 tók hún MA í norrænni öldrunarfræði á félagsvísindasviði.

Í vor mun hún ljúka tveggja ára Fjölskyldumeðferðarnámi hjá Endurmenntun HÍ.

Í Háskólanum í Reykjavík sótti hún námskeiðið Stjórnendur og starfsmenn í þriðja geiranum árið 2019.

Sr. Bára hefur starfað í 20 ár sem prestur bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Hún hefur unnið fyrir fatlaða m.a. hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar og sem sérfræðingur í þjónustuíbúðum fatlaðra.

Þá hefur hún unnið við NPA notlendastýrða aðstoð við fatlaða konu, haft tilsjón með þremur fjölskyldumeðlimum sem voru að ná sé eftir alvarlegt bílsys og haft liðveislu með einhverfu barni.

Auk þess hefur hún unnið við öldrunarstarf og íslenskukennslu og leyst af sem félagsmálastjóri í Hveragerði 2003-2004.

Síðustu ár hefur hún starfað á Dagendurhæfingu fyrir aldraðra á Hrafnistu og kennt flóttafólki íslensku hjá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga.

Eiginmaður sr. Báru er Guðmundur Steinþór Ásmundsson og þau búa í Reykjavík.

Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn.

 

slg

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Eldri borgarar

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi