Mikilvæg samvera fyrir Grindvíkinga

9. febrúar 2024

Mikilvæg samvera fyrir Grindvíkinga

Grindavíkurkirkja hefur staðið þétt að baki söfnuði sínum í þeim hörmungum sem dunið hafa yfir bæjarbúa nú í þrjá mánuði.

Best af öllu er að koma saman, halda utan um hvert annað, tala saman og biðja í hljóði eða upphátt.

Kirkjan er ekki aðeins kirkjuhús, heldur fólkið sem tilheyrir henni og það hefur sannast á þessum mánuðum sem Grindvíkingar hafa ekki geta sótt heimkirkjuna sína, en hafa safnast saman í nágrannakirkjum.

Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík hefur haldið utan um þett starf ásamt kór kirkjunnar og safnaðarstarfsfólki.

Þau hafa notið aðstoðar kollega úr Kjalarnessprófastsdæmi.

Sunnudaginn, 11. febrúar verður samverustund og opið hús í Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 18:00-20:00.

Stundin hefst með bænastund kl. 18:00.

Kór Grindavíkurkirkju syngur ásamt hljómsveit og sr. Elínborg flytur hugvekju.

Hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni.

Boðið verður upp á súpu og brauð og kaffi og prestar verða til samtals og hlustunar.

Grindavíkurkirkja hvetur alla til að sýna samstöðu, mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélagi hvert með öðru.

Sr. Elínborg, sem hefur þjónað söfnuðinum síðan haustið 2006 og hefur því átt heimili sitt í Grindavík í á átjánda ár segir að þessar samverur hafi verið mjög gefandi bæði fyrir hana og fólkið sem hún þjónar.

Þær munu halda áfram næstu mánuði.

Auk þess vill Grindavíkurkirkja minna á afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal og samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kærleiksþjónusta

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi