Nýtt tilnefningaferli kynnt

15. febrúar 2024

Nýtt tilnefningaferli kynnt

Kjörstjórn hefur sent forsætisnefnd kirkjuþings eftirfarandi bréf:

Vísað er til 8. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022 sem hljóðar svo:

„Kjörstjórn ákveður hvenær kjörgögn skulu send þeim sem kosningabærir eru við kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Með útsendingu kjörgagna hefst kosning skv. 15. gr.

Jafnframt ákveður kjörstjórn hvenær kosningu lýkur, sbr. 15. gr.

Ákvarðanir kjörstjórnar skv. 1. mgr. eru háðar samþykki forsætisnefndar kirkjuþings.“

Kjörstjórn tilkynnir forsætisnefnd hér með þá ákvörðun sína að kosning til embættis biskups Íslands fari fram samkvæmt því er hér greinir:

Viðmiðunardagur kosningaréttar verði fimmtudagurinn 15. febrúar 2024.

Kjörskrá verði tilbúin og birt, tímasetningar auglýstar fimmtudaginn 22. febrúar 2024.

Kærufrestur vegna kjörskrár renni út kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 3. mars 2024.

Tilnefningar hefjist kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn á 7. mars 2024 og standi til kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 12. mars 2024.

Kosning hefjist kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 11. apríl 2024 og standi til kl. 12:00 á hádegi þriðjudagsins 16. apríl 2024.

Kjörstjórn óskar hér með, skv. 2. mgr. ofangreinds ákvæðis starfsreglnanna, eftir samþykki forsætisnefndar á tímasetningu kosningar til embættis biskups Íslands.

Virðingarfyllst, Anna Mjöll Karlsdóttir, formaður kjörstjórnar.

 

Þetta ferli hefur forsætisnefnd samþykkt.

slg


  • Þjóðkirkjan

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi