Barnakórar og barnahljómsveit á Austurlandi

21. febrúar 2024

Barnakórar og barnahljómsveit á Austurlandi

Barnahljómsveit í Vallaneskirkju

Eins og fram kom á kirkjan.is í gær, þá verður leitast við að segja frá barnakórastarfi kirkjunnar um allt land á næstunni.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við tengilið sinn á Austurlandi, sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur, prest í Egilsstaðaprestakalli og spurði hana um barnakórastarfið á Austurlandi.

Sr. Kristín Þórunn sagði:

„Barnakór og barnahljómsveit kirkjunnar á Héraði birtist í ýmsum stærðum og gerðum.

Það er organisti Egilsstaðakirkju og Vallanes- og Þingmúlakirkna, Sándor Kerekes, sem hefur veg og vanda af starfinu, sem fer fram í tveimur aldursdeildum og æfir bæði reglulega í kirkjunni og fyrir sérstaka viðburði.“

Myndin sem fylgir fréttinni sýnir frá skemmtilegri sumarguðsþjónustu í Vallanesi þar sem kórar Vallanes- og Þingmúlakirkna slóst í hóp barnahljómsveitarinnar og leiddi stólvers og safnaðarsöng.

Sr. Kristín Þórunn benti á að það séu líka starfandi barnakórar í Neskaupsstað, á Eskifirði og á Reyðarfirði, þar halda sr. Benjamín og sr. Bryndís utan um starfið og leiða stundirnar en Kaido Tani organisti sér um undirleik og kórastjórn.

Því hafði fréttaritari samband við sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prest í Austfjarðarprestakalli og hann hafði þetta um starfið að segja:

,,Í Austfjarðaprestakalli eru þrír barnakórar, í Reyðarfjarðarsókn, Eskifjarðarsókn og Norðfjarðarsókn.

Kaido Tani, organisti þessara þriggja sókna, sér um undirleik og kórstjórn, en ég og sr. Bryndís Böðvarsdóttir, sem einnig er prestur í prestakallinu halda utan um allt skipulag og leiða einnig stundirnar.

Haldnar eru vikulegar æfingar frá því um miðjan september, í október og nóvember fyrir áramót og eftir áramót, frá miðjum febrúar og fram að páskum.

Börnin eru samanlagt um 30 talsins og koma fram á aðventustundum og jólatónleikum fyrir áramót og í fjölskylduguðsþjónustum og samverum með eldri borgurum eftir áramót.

Barnakórarnir eru safnaðarstarf á vegum kirkjunnar og er í vexti á fjörðunum en mikil ánægja er með starfið"

sagði sr. Benjamín Hrafn

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Barnastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls