Þrír barnakórar starfa í Langholtskirkju

22. febrúar 2024

Þrír barnakórar starfa í Langholtskirkju

Krúttakór - mynd af vef Langholtskirkju

Langholtskirkja hefur löngum verið þekkt fyrir blómlegt tónlistarlíf.

Nýlega sagði kirkjan.is frá flutningi Kórs Langholtskirkju  á Jóhannesarpassíu J.S. Bach.

En fréttaritara kirkjan.is lék forvitni á að vita hvernig væri með barnakórastarfið þar og komst að því að þar starfa hvorki meira né minna en þrír barnakórar fyrir mismunandi aldurshópa.

Krúttakór  fyrir 4-6 ára.

Graduale Liberi  fyrir þau sem eru í 2.-3. bekk.

og Graduale Futuri fyrir þau sem eru í 4.-7. bekk.

Krúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum fjögurra til sex ára.

Æfingar fara fram einu sinni í viku og endar hver önn á tónleikum.

Kórinn tekur einnig þátt í fjölskyldumessu einu sinni á önn.

Kórinn tekur til starfa í byrjun september og æfir út apríl.

Æfingar eftir áramót hófust 10. janúar og fara þær fram á miðvikudögum milli kl. 16:00 og 18:00 í safnaðarheimili Langholtskirkju.

Börn sem fædd eru 2019 æfa kl. 16:15- 16:45.

Börn sem fædd eru 2018 æfa kl. 16:50 – 17:20 og börn sem fædd eru 2017 æfa kl. 17:30 – 18:00.

Kórstjórar veturinn 2023-2024 eru Björg Þórsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir.

Graduale Liberi er ætlaður börnum í 2. og 3. bekk og hentar jafnt byrjendum sem og börnum sem áður hafa sungið í Krúttakórnum.

Kórinn syngur nokkrum sinnum í fjölskyldumessum yfir vetrartímann og kemur fram á aðventukvöldi kirkjunnar.

Að vori taka allir barnakórar kirkjunnar þátt í vortónleikum.

Kóræfingar hófust eftir áramót þann 9. janúar og fara fram safnaðarheimili Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 16:00 – 16:45.

Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir.

Graduale Futuri er eldri barnakór kirkjunnar og er framhald af Graduale Liberi en tekur þó einnig við byrjendum í söngnámi.

Kórinn er ætlaður börnum í 4. – 7. bekk.

Kórinn syngur í messu tvisvar á önn og á tónleikum í lok annar.

Kórinn fer reglulega í kórferðalög og tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum.

Kóræfingar hófust eftir áramót þann 9. janúar og fara fram í safnaðarheimili Langholtskirkju á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:00 – 16:30.

Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir.

 

slg

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi