Barnakór Fossvogs í Bústaðakirkju með nýju sniði

27. febrúar 2024

Barnakór Fossvogs í Bústaðakirkju með nýju sniði

Barnakór með nýju sniði er starfandi í Bústaðakirkju í Fossvogsprestakalli.

Að sögn sr. Þorvalds Víðssonar prests í prestakallinu, þá „ er hér er um svolitla nýbreytni og nýsköpun að ræða.“

Hann segir að nú sé annar vetur barnakórsins, sem komið var á fót í samstarfi við Tónlistarskólann í Grafarvogi.

„Þau æfa einu sinni í viku og koma fram tvisvar til þrisvar á önn.

Þau eru flest á aldrinum 6-11 ára og hópurinn hefur verið rúmlega 40 krakkar, þegar allir mæta.

Það skal þó tekið fram að hér er um samstarf að ræða.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi starfrækir í raun útibú fyrir tónlistarkennslu hér í Bústaðakirkju.

Krakkarnir sem eru í því tónlistarnámi taka jafnframt þátt í barnakórnum.

Leigan sem tónlistarskólinn greiðir fyrir aðstöðuna, er það að hann starfrækir samhliða umræddan barnakór.

Við höfum kallað hann Barnakór Fossvogs.

Stundum mæta krakkar einnig úr Grafarvoginum og syngja hér með kórnum.

Með þessu móti þarf söfnuðurinn ekki að greiða fyrir kórstjóra né nokkuð annað sem tengist kórnum.

Jónas Þórir organisti kirkjunnar heldur þessu svo öllu saman með því að spila undir og liðka til, þegar þau koma fram og syngja.

Skólastjóri Tónlistarskólans í Grafarvogi, Edda Austmann, er hér í Kammerkór Bústaðakirkju.

Þetta virkar vel og hefur lofað góðu.

Ég heyri margar ánægjuraddir frá foreldrum sem eru ánægð með þetta samstarf og að krakkarnir geti sótt tónlistarnám hingað í Bústaðakirkju.

Kórstjórar barnakórsins nú eru Auður Guðjóhnsen og Sævar Helgi Jóhannsson.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Barnastarf

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi