Getur díakónían bjargað kirkjunni?

4. mars 2024

Getur díakónían bjargað kirkjunni?

Prófessor emerita Ninna Edgardh

Djáknaráðstefna verður haldin í safnaðarheimili Hallgrímskirkju á morgun þann 5. mars frá kl. 10:00- 12:00.

Áhugaverð erindi verða flutt þar, en yfirskrift ráðstefnunnar er:

Getur díakonían bjargað kirkjunni? Djáknaráðstefna með Ninnu Edgardh.

Ninna Edgardh, prófessor emerita við háskólann í Uppsölum,  heldur tvö erindi á ráðstefnunni.

Hún hefur kennt og sinnt rannsóknum í kirkjufræðum (ecclesiology), diakoníu og félagsvísindum.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrra erindið ber yfirskriftina: Getur diakonían bjargað kirkjunni?

Þar mun hún fjalla um hlutverk kristinna safnaða í kreppuástandi.

Auk þess talar hún um díakoníu Guðs og þjónustu kirkjunnar í þágu heimsins og ræðir um nýjan skilning á díakoníu sem byggir á nauðsyn þess að hlúa að náunga okkar, þar á meðal öðrum en mönnum.

Eftir fyrra erindið verða umræður og fólk fær sér kaffisopa.

Seinna erindið er um hlutverk díakoníu í Svíþjóð og víðar.

Er það byggt á nýjum bókmenntum og evrópskum verkefnum sem Ninna hefur tekið þátt í.

Ber það yfirskriftina: Getur díakonían bjargað kirkjum í kreppum?

Einnig spyr hún spurningarinnar: Getur díakonían bjargað heiminum í kreppum?

Hádegisverður í boði Djáknafélagsins verður klukkan 12:00-13:15.

Þessi ráðstefna sem er á vegum Djáknafélags Íslands, en er studd af Biskupsstofu og stéttarfélaginu Visku.

Djákafélagið er fagfélag innan Visku.

 

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls