Tónskóli þjóðkirkjunnar á ferð um Húnavatnssýslur

12. mars 2024

Tónskóli þjóðkirkjunnar á ferð um Húnavatnssýslur

Nemendur ásamt sr. Eddu Hlíf og Guðnýju

Þann 8. mars síðast liðinn brugðu nemendur og kennarar Tónskóla Þjóðkirkjunnar ásamt nemendum í kórstjórn í Listaháskóla Íslands undir sig betri fætinum og héldu saman til Blönduóss.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskólans kom hópurinn fyrst við á Þingeyrum og skoðaði þar bæði kirkjuna og Þingeyrastofu undir leiðsögn Magnúsar Sigurðssonar, formanns kórs Þingeyrakirkju.

Að því loknu var haldið upp á útsýnishól í Vatnsdalnum áður en leiðin lá í Blönduóskirkju þar sem hópurinn undirbjó messu.

„Í messunni sáu nemendurnir um allan tónlistarflutning“ segir Guðný,

"leiddu almennan söng, léku á orgelið, stjórnuðu kórnum og sungu.

Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir prestur í Húnavatnsprestakalli prédikaði og þjónaði fyrir altari og meðhjálpari var Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson.

Messan var tileinkuð minningu Smára Ólasonar sem lést í nóvember síðast liðnum.

Sungnar voru útsetningar hans við íslensk þjóðlög, en Smári stundaði mjög merkilegar rannsóknir á passíusálmunum og lögunum við þá sem varðveist hafa í munnlegri geymd.

Árið 2015 var gefin út hjá Skálholtsútgáfunni bók með útsetningum hans við passíusálmalögin.

Að messunni lokinni fór allur hópurinn saman á veitingastaðinn Teni restaurant og gæddi sér á ljúffengum eþíópískum mat áður en hver hélt aftur í sína heimabyggð.

Það er óhætt að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð, veðrið dásamlegt, móttökur höfðinglegar og félagsskapurinn til fyrirmyndar“

sagði Guðný að lokum.

 

slg



Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Trúin

  • Fræðsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls