Blómlegt kirkjustarf á Selfossi

18. mars 2024

Blómlegt kirkjustarf á Selfossi

Selfosskirkja

Það er alltaf gaman að fá góðar fréttir af kirkjustarfi á landsbyggðinni.

Í Árborgarprestakalli starfa þrír prestar.

Sóknarprestur er sr. Guðbjörg Arnardóttir og með henni starfa prestarnir sr. Ása Björk Ólafsdóttir og sr. Gunnar Jóhannesson og standa þau fyrir öflugu kirkjustarfi ásamt starfsfólki og sóknarnefndum prestakallsins.

Nýlega rakst fréttaritari kirkjan.is á grein sem sóknarnefndarformaðurinn í Selfosssókn, Björn Ingi Gíslason skrifaði í Dagskrána sem er blað Sunnlendinga.

Í greininni segir meðal annars:

„Það er gott til þess að vita að kirkjusókn er almennt að vaxa á ný.

Til samanburðar á milli ára hefur hún aukist verulega og er það vel.

Þá er ánægjulegt að sjá“ segir Björn Ingi „hvað fermingarbörnin og aðstandendur þeirra eru dugleg að mæta í kirkju.

Það má líka gleðjast yfir því hvað hátt hlutfall barna vill ganga í fermingarfræðslu, meðtaka kristna trú og góða siði og vilja fermast.

Mjög öflugt æskulýðsstarf er í Selfosskirkju undir stjórn Sjafnar Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa.

Börn frá 6 ára aldri til 15 ára hafa notið þess að stunda gefandi og skemmtilegt starf sem þar er í boði.

Þá er það þekkt, að öflugt og litríkt tónlistarlíf hefur ávallt verið í Selfosskirkju.

Starfandi eru þrír kórar, barna- unglinga- og kirkjukór.“

Og Björn Ingi heldur áfram:

„Kirkjan hefur boðið uppá söngnámskeið fyrir yngstu börnin, byrjendur, sem hafa verið vel sótt og eru ókeypis.

Fyrirhuguð eru söngnámskeið sem auglýst verða sérstaklega.

Þá hefur kirkjukórinn staðið fyrir opnum söngstundum fyrir almenning í kirkjunni, sem hafa mælst vel fyrir.

Mörg önnur áhugaverð og fjölbreytt verkefni eru á verkefnalista kóranna.

Aðal stjórnandi er Edit A. Molnár og henni til aðstoðar er Kolbrún Hulda Tryggvadóttir.

Þá hefur kirkjan staðið fyrir samverustundum annan hvern þriðjudag þar sem einn gestur kemur í heimsókn og segir sína sögu.

Mjög áhugaverð og skemmtileg samvera“ segir Björn Ingi og heldur áfram:

„Sóknarnefndin er með mörg verkefni í gangi til að bæta og styrkja kirkjuna sjálfa.

Við erum að taka saman hvað þurfi að gera næstu þrjú árin, bæði gagnvart útliti utan dyra og lagfæringar ýmiskonar“

skrifar Björn Ingi að lokum.

Selfosskirkja mun halda upp á 70 ára vígsluafmæli árið 2026.

 

slg


  • Barnastarf

  • Ferming

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi