Mottumessa í Borgarneskirkju

20. mars 2024

Mottumessa í Borgarneskirkju

Borgarneskirkja með mottu

Það var margt um manninn í Borgarneskirkju á sunnudagskvöldið, en þar var mottumessa haldin í annað sinn við góðar undirtektir.

Að sögn sr. Heiðrúnar Helgu Bjarnadóttur Back, sóknarprests á Borg á Mýrum, þá flutti Gísli Einarsson frábæra hugvekju um mikilvægi þess að hreyfa sig, enda eru einkunnarorðin fyrir mottumars í ár:

Öll hreyfing gerir gagn.

Drengjakór Bara bars kom fram og frumflutti meðal annars Borgarnesbrag eftir Höskuld Búa Jónsson.

Kirkjukór Borgarness leiddi sálmasöng undir stjórn Jónínu Ernu tónlistarstjóra kirkjunnar, sem einnig stjórnaði keðjusöngnum Allir í test!

Krabbameinsfélag Borgarfjarðar var á staðnum, seldi sokka og bauð kirkjugestum að gerast meðlimir í félaginu.

Sr. Heiðrún Helga segir að í bænum sínum í messunni og orðum hafi hún lagt áherslu á mikilvægi þess að eiga þétt og gott samfélag og hvernig við berum ábyrgð hvert og eitt, á því að nálgast fólkið í kring um okkur í einlægni.

„Við þurfum að byggja upp traust og opna á nánari tengsl.

Við þurfum öll á samfélagi að halda og andrúmsloftið í kirkjunni á sunnudagskvöld minnti okkur sannarlega á hvað samfélagið í Borgarnesi er þétt og gott“

segir sr. Heiðrún Helga.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sjálfboðaliðar

  • Söfnun

  • Trúin

  • Fræðsla

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi