Málþing um 16. aldar sálma í Skálholti

5. apríl 2024

Málþing um 16. aldar sálma í Skálholti

Skálholtsdómkirkja

Málþing um sálma verður haldið í Skálholtsdómkirkju fyrsta sunnudag eftir páska, þann 7. apríl kl. 14:00.

Málþingið fjallar um sálma, handbækur og sálmaskáld 16. aldar, en þetta eru fyrstu sálmabækur eftir siðbótina.

Tilefnið er ný og vegleg útgáfa Hins íslenska bókmenntafélags á endurgerð sálmabóka og handbóka Marteins biskups Einarssonar (1555) og Gísla biskups Jónssonar (1558) í Skálholti og Guðbrandar biskups Þorlákssonar á Hólum (1589).

Sr. Karl Sigurbjörnsson fyrrum biskup Íslands var einn helsti hvatamaður að útgáfunni og vann að henni með Braga Halldórssyni, Jóni Torfsyni, Guðrúnu Laufeyju Guðmundsdóttur, Kristjáni Eiríkssyni og Elínu Gunnlaugsdóttur sem öll flytja erindi á málþinginu.

Bragi flytur erindi sr. Karls, sem lést þann 12. febrúar síðast liðinn.

Þá mun Gunnlaugur Bjarnason syngja sálma úr bókunum og styðjast við nótur sem einnig voru prentaðar með í þessum bókum.

Á málþinginu leikur Jón Bjarnason verk eftir J.S. Bach og fleiri.

Málþingið er öllum opið og án aðgangseyris.

Það er Skálholtsfélagið hið nýja, sem stendur að málþinginu og býður öllum að þiggja kaffiveitingar á eftir á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti.

Messa er í Skálholtsdómkirkju sama dag kl. 11:00.

Þess verður minnst að 475 ár eru frá biskupsvígslu Marteins Einarssonar í Skálholti og daginn eftir, 8. apríl, er vígsludagur Guðbrandar Þorlákssonar á Hólum.

Prestar í messunni verða sr. Axel Á. Njarðvík og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og organisti er Jón Bjarnason.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Fræðsla

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi