Kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi í dag

9. apríl 2024

Kynningarfundur í Vesturlandsprófastsdæmi í dag

Kolbeinsstaðakirkja

Nú styttist í kosningu til embættis biskups Íslands, en hún hefst fimmtudaginn 11.apríl kl. 12:00 og stendur til hádegis þann 16. apríl.

Kosningin er rafræn.

Kynningarfundir á þeim þremur frambjóðendum sem efst voru i tilnefningarferlinu eru í öllum prófastsdæmum landsins.

Þau eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.

Á kynningarfundunum fá þau tækifæri til að kynna sig og málefni sín.

Nú þegar hafa verið haldnir fundir í Suðurprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmum, Kjalarnesprófastsdæmi, Austurlandsprófastsdæmi, í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi og nú síðast í Vestfjarðaprófastsdæmi í gærkveldi.

Upptökur af öllum þessum fundum má finna hér.

Nú er því aðeins einn kynningarfundur eftir.

Í dag 9. apríl kl. 17:00-19:00 verður síðasti kynningarfundurinn í Vesturlandsprófastsdæmi.

Verður hann haldinn verður í Félagsheimilinu Lindartungu sem er við Kolbeinsstaðakirkju.

Verður hann í beinu streymi á kirkjan.is og verður auk þess aðgengilegur áfram á netinu.

Allir fundirnir eru í beinu streym i á kirkjan.is og síðan aðgengilegir áfram á vefnum.

 

slg



  • Kirkjustaðir

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls