Verkefnastjóri á sviði helgihalds
Lútherska Heimssambandið auglýsir eftir verkefnastjóra á sviði helgihalds.
Þetta er ný staða sem sett hefur á verið á laggirnar til að styðja kirkjur í að koma boðskap kirkjunnar til skila og þróa guðfræði sem eykur skilning fólks á því hvað það þýðir að vera lútherskur í samfélaginu og í þjónustunni.
Staðan er einnig svar við ályktun Heimsþingsins sem haldið var í Krakáw í haust.
Í þeirri ályktun var Lútherska Heimssambandið hvatt til að styðja aðildarkirkjur sínar í að þróa meðal annars aðgengilegt helgihald, tónlist og bænir.
Verkefnastjórinn verður að hafa guðfræðipróf og sérstakt framhaldsnám á sviði helgihalds.
Starfið er staðett í Leipzig í Þýskalandi og er veitt til fimm ára frá september 2024.
Námskröfur eru doktorspróf í guðfræði, helst á sviði helgisiðafræða.
Auk þess þarf viðkomandi að hafa stuðning kirkju sinnar.
Umsækjandi þarf að tala ensku reiprennandi og kostur væri að kunna eitthvert af tungumálum Lútherska Heimssambandsins sem eru enska, franska, þýska og spænska.
Starfið felur í sér að leiða 8-10 manna hóp frá öllum sjö svæðum Lútherska Heimssambandsins þar sem unnið verður með guðfræðileg viðfangsefni á sviði helgihalds.
Á verksviðinu er einnig að skapa og þróa samskiptanet á sviði helgihalds á vegum Lútherska Heimssambandsins.
Verkefnastjórinn skipuleggur ráðstefnur bæði í Þýskalandi og um allan heim.
Umsóknarfrestur er til 5. maí 2024, en auglýsinguna í heild sinni má sjá hér.
slg