Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apríl 2024

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan árið 2024 verður haldin haldin í Stykkishólmi dagana 16.-18. apríl.

Umræðuefnið að þessu sinni er:

Kirkjan og handbókin „En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum sem sjálfur fyllir allt í öllu.”

Er þessi tilvitnun tekin úr Efesusbréfinu 1:23.

Dagskráin hefst þriðjudaginn 16. apríl kl. 17:30 með messu í Stykkishólmskirkju þar sem sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík prédikar.

Eftir messuna setur biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir stefnuna.

Kl. 19:00 verður móttaka í Vatnasafninu á vegum sveitarfélagsins.

Dagskrá miðvikudagsins 17. apríl hefst kl. 9:00 með morgunbæn í kirkjunni, sem sr. Snævar Jón Andrésson sóknarprestur í Dalaprestakalli annast.

Kl. 9:30 verður biblíulestur, sem ber yfirskriftina:

Um kirkjuna biðjandi og boðandi.

Það er dr. Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kársnesprestakalli sem sér um hann.

Kl. 10:00 hefst vinna við nýja Handbók og stendur hún til hádegis.

Kl. 13:00 flytur dr. Peter Lodberg erindi sem hann nefnir:

Hlutverk kirkjunnar innan borgaralegs samfélags.

Peter Lodberg er danskur guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari.

Hann var áður prófessor við guðfræðideildina í Århus Universitet.

Eftir kaffihlé kl. 16:00 verður farið yfir viðbragðaáætlun og verkefni hópslysanefndar.

Það er Ásta Ágústsdóttir djákni í Kársnesprestakalli sem leiðir þá umræðu.

Kl. 16:30 er Lútherska heimssambandið á dagskrá.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og varaforseti Lútherska Heimsambandsins flytur erindi.

Kl. 17:00 er erindi sem nefnt er: Skráning sóknarbarna.

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðprestskalli sér um þennan lið stefnunnar.

Kl. 17:20 fara Elín Elísabet Jóhannsdóttir verkefnastjóri fræðslumála og Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri biskupsstofu yfir niðurstöður hjá HR Monitor.

Dagskránni lýkur kl. 17:40 með kvöldbænum sem sr. Ægir Örn Sveinsson, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestkalli sér um.

Um kvöldið er hátíðarkvöldverður og kvöldvaka á Fosshóteli.

Dagskrá fimmtudagsins 18. apríl hefst með morgunbæn í kirkjunni.

Sr. Laufey Brá Jónsdóttir sóknarprestur í Setbergsprestakalli sér um þær.

Eftir morgunbænir er biblíulestur um kirkjuna þjónandi.

Það er sr. Daníel Ágúst Gautason prestur í Fossvogsprestakalli sem annast biblíulesturinn.

Kl. 10:00 flytur dr. Díana Ósk Óskarsdóttir erindi sem hún nefnir:

Þekktu sjálfa(n) þig.

Eru þetta niðurstöður doktorsritgerðar hennar.

Kl. 10:40 segir sr. Stefán Már Gunnlaugsson frá Kirkjudögunum sem haldnir verða í Reykjavík dagana 25. ágúst til 1. september 2024.

Kl. 11:00 verður rætt um flóttamanna- og innflytjendamál.

Það er sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sóknarprestur á Borg á Mýrum sem talar.

Þá verða önnur mál á dagskrá.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli og prófastur í Austurlandsprófastsdæmi er formaður miðnefndar, en þangað berast önnur mál.

Í miðnefnd sitja auk sr. Sigríðar, sr. Bryndís Valbjarnardóttir prestur í Húnavatnsprestakalli og sr. Sigurður Már Hannesson prestur í Seljakirkju.

Kl. 14:00 eru synodusslit í Stykkishólmskirkju.


slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Presta- og djáknastefna

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Flóttafólk

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls