Þau sóttu um
Biskup Íslands auglýsti nýlega starf prests í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.
Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 10. apríl síðast liðinn og sóttu sex um starfið.
Þau sem sóttu um eru:
Sr. Árni Þór Þórsson
Sr. Dagur Fannar Magnússon
Kristján Ágúst Kjartansson, mag.theol.
Steinunn Anna Baldvinsdóttir, mag.theol.
Tveir umsækjenda óska nafnleyndar.
Prestakallið
Garðaprestakall skiptist í tvær sóknir, Garðasókn og Bessastaðasókn.
Garðasókn nær yfir öll hverfi Garðabæjar að Álftanesinu undanskildu.
Í Garðasókn eru tvö prestsembætti, en frá hausti 2021 til hausts 2023 hefur að auki verið einn prestur til bráðabirgða.
Gert er ráð fyrir að nýr prestur hafi fyrstu þjónustu í Garðasókn.
Í Bessastaðasókn er einn prestur með fyrstu þjónustu.
Heildarfjöldi íbúa í Garðabæ er tæplega 19.500 miðað við 1. desember síðast liðinn.
Þrjár kirkjur eru í prestakallinu, Bessastaðakirkja, Garðakirkja í Görðum á Álftanesi og Vídalínskirkja.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, samanber starfsreglur um ráðningu í prestsstörf
Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.
Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.
slg