Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apríl 2024

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

Prestastefnu Íslands 2024 lýkur í dag í Stykkishólmi.

Í lokin voru önnur mál á dagskrá.

Í miðnefnd sem sér um önnur mál sitja sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, sem er formaður, sr. Bryndís Valbjarnardóttir og sr. Sigurður Már Hannesson

Ein ályktun kom fram sem sr. Stefán Már Gunnlaugsson kynnti.

Ályktunin er eftirfarandi:

Presta- og djáknastefna 2024 minnir á mikilvægi eflingar barna- og unglingastarfs og hvetur biskup Íslands og prófastsdæmin til að styðja dyggilega við æskulýðssambönd þjóðkirkjunnar.

Þau gegna mikilvægu og margvíslegu hlutverki, m.a. til þess að auka samvinnu, stuðla að faglegu starfi og fræðslu fyrir starfsfólk barna- og unglingastarfs.

Markmið þeirra er einnig að veita ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt í uppbyggilegu starfi.

Jafnframt brýnir Presta- og djáknastefna kirkjuþing til þess að ráðið verði í stöður svæðisstjóra um allt land eins og samþykkt hefur verið.

Geinargerð sem fylgdi ályktuninni er á þessa leið:

Í skipulagi æskulýðsmála er gert ráð fyrir að svæðisstjórar séu starfandi á fjórum svæðum.

Hlutverk þeirra er m.a. að hafa tilsjón með æskulýðsstarfi á svæðinu, fylgja eftir stefnumörkun og samþykktum fyrir æskulýðsstarf, stuðla að safnaðarstarfi fyrir ungmenni s.s. að skipuleggja æskulýðsmót o.fl.

Nauðsynlegt er að svæðisstjórar hafi traust bakland og eigi samstarf við starfsfólk í æskulýðsstarfi.

Í stjórnum æskulýðssambanda starfar ungt fólk og starfsfólk sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum æskulýðsstarfsins.

Undir þessa ályktun skrifa:

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson, sr. Magnús Magnússon, sr. Arna Grétarsdóttir, sr.  Arndís G. Linn og sr. Erla Guðmundsdóttir.

Ályktunin var samþykkt samhljóða.


slg


  • Ályktun

  • Barnastarf

  • Prestar og djáknar

  • Presta- og djáknastefna

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls