Samstarf Hallgrímskirkju og Listaháskólans og Söngvahátíð barnanna
Hallgrímskirkja og Listaháskóli Íslands hafa um árabil átt gott samstarf.
Söng- og hljóðfæranemendur auk Kórs Listaháskóla Íslands munu koma fram á tónleikum Listaháskólans í Hallgrímskirkju á morgun, laugardaginn 20. apríl kl. 14:00.
Markmiðið með samstarfinu er að kynna nemendur fyrir Klais- orgelinu og rými kirkjunnar til tónlistarflutnings.
Viðburðurinn er orðinn einn stærsti tónleikaviðburður tónlistardeildar Listaháskólans.
Tónleikarnir hafa verið mjög glæsilegir og áheyrendur hafa fjölmennt á þessa tónleika til að heyra í tónlistarfólki framtíðarinnar.
Á dagskránni eru einleiksverk fyrir orgel, sönglög og aríur, dúettar og kórverk meðal annars eftir Bach, Caccini, Mozart, Mendelssohn, Saint-Saëns og Önnu Þorvaldsdóttur.
Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.
Á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 25. apríl verður síðan Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju
Tónleikar hátíðarinnar verða haldnir kl. 14:00.
Þar koma fram barna- og unglingakórar úr kirkjum víða að.
Um 200 börn munu stíga á svið með kórum sínum og stjórnendum.
Með kórunum leika þeir Davíð Sigurgeirsson á gítar og Ingvar Alfreðsson á píanó.
Sérstakur gestur hátíðarinnar verður Íris Rós.
Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina.
Auk þess verður Söngvahátíð með börnum á Akureyri á morgun laugardaginn 20. apríl.
Kirkjan.is mun segja frá báðum hátíðunum þegar þær hafa verið haldnar.
slg