Bænagangan 2024
Sumarið er handan við hornið og að venju hefst það með hinni árlegu bænagöngu, eins og gert hefur verið á hverju vori í meira en tvo áratugi.
Göngurnar hefjast allar, hver á sínum stað, kl. 9:30.
Gengið verður á 16 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum á landsbyggðinni.
Hver gönguhópur tekur fyrir ákveðin bænaefni með öllum helstu málefnum samfélagsins.
Þau sem ekki eiga heimangengt eru hvött til að biðja heima hjá sér.
Þannig sameinast fólk í bæn á sama tíma, út um allt land.
Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu:
1. Eiðistorg - Lækjartorg
Bænaefni: Alþingi, ríkisstjórn og borgarstjórn.
Vegalengdin er um 2,8 kílómetrar og gert er ráð fyrir því að gangan taki eina klukkustund.
Hún hefst: kl. 9:30 á bílastæðinu við Hagkaup á Eiðistorgi.
2. Lækjartorg - Laugarnesvegur
Bænaefni: Líkami Krists og hús Guðs.
Vegalengdin er um 2,5 kílometrar og tekur um eina klukkustund.
Hún hefst: kl. 9:30 fyrir framan Stjórnarráðið.
3. Laugarnesvegur - Elliðavogur
Bænaefni: Hljómsveitir, leiklist, myndlist & hönnun.
Vegalengdin er um 5 kílómetrar og tekur um 1½ klukkustund.
Hún hefst: kl. 9:30 við Listasafn Sigurjóns á Laugarnestanga.
4. Elliðavogur - Gufunes
Bænaefni: Eigendur og stjórnendur fjölmiðla.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur um 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu á Geirsnefi.
5. Gufunes - Barðastaðir
Bænaefni: Ferðamenn og Íslendingar búsettir erlendis.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 hjá Olís við Gullinbrú í Grafarvogi.
6. Barðastaðir - Grafarholt
Bænaefni: Sjávarútvegur, útgerð og kvótakerfið.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við enda Barðastaða.
7. Grafarholt - Fella- og Hólakirkja
Bænaefni: Menntun og uppeldismál.
Vegalengdin er 5,5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst: kl. 9:30 á bílastæðinu við tankana á Grafarholti 8.
8. Fella- og Hólakirkja - Salasundlaug
Bænaefni: Heilbrigðis- og félagsmál.
Vegalengdin er 6 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 við anddyri kirkjunnar.
9. Salasundlaug - Sunnubraut
Bænaefni: Dómstólar, löggæsla og fangelsismál.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Salasundlaug í Kópavogi.
10. Sunnubraut - Nauthólsvík
Bænaefni: Landbúnaður og allur útflutningur.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á horni Sunnubrautar og Urðarbrautar.
11. Nauthólsvík - Eiðistorg
Bænaefni: Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Nauthólsvík.
12. Mosfellsbær
Bænaefni: Fjármálastjórn og efnahagsmál.
Vegalengdin er 4 kílómetrar og tekur 1 klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við KFC.
13. Kjalarnes
Bænaefni: Málefni útlendinga á Íslandi.
Vegalengdin er 4 kílómetrar og tekur 1 klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Esjuskálann.
14. Garðabær
Bænaefni: Fjölskyldur og hjónabönd.
Vegalengdin er 2-3 kílómetrar og tekur 1 klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 við anddyri Flataskóla.
15. Hafnarfjörður
Bænaefni: Andleg barátta / vígi óvinarins.
Vegalengdin er 5 kílómetrar og tekur 1½ klukkustund.
Hún hefst kl. 9:30 fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju.
16. Álftanes
Bænaefni: Forseti Íslands og bæjarstjórn Garðabæjar.
Vegalengdin er 4,5 kílómetrar og tekur 2 klukkustundir.
Hún hefst kl. 9:30 við Bessastaðakirkju.
slg