Laust starf

26. apríl 2024

Laust starf

Digraneskirkja

Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu við Digranes- og Hjallaprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst n.k.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 17/2021-2022 og starfsreglna um presta nr. 6/2023-2024.

Með umsókn sinni staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur.

Prestakallið.

Digranesprestakall og Hjallaprestakall voru sameinuð árið 2020 og mynda nú eitt öflugt prestakall með tvær sóknir og tvær fallegar kirkjur.

Prestakallið tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og er hluti af samstarfssvæði kirkjunnar í Kópavogi sem byggir á góðu skipulagi og traustri samvinnu.

Samanlagður íbúafjöldi í sóknunum er 18351.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Valnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 13. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli og starfsreynslu og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.

Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á.

Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun sem nýtist í starfi.

Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol/cand.theol prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni.

Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna.

Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 4. gr. starfsreglnanna.

Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.

Tengil á eyðublaðið er að finna hér.

Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021,  kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar.

Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 892 2901eða á netfangið bryndis.el@kirkjan.is.

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni í síma 528 4000 eða á netfangið gyda@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.

Umsóknar frestur er til miðnættis 8. maí 2024.

Sækja ber rafrænt um starfið hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is, að liðnum umsóknarfresti.

Hér er að finna eyðublað þar sem umsækjendur geta óskað nafnleyndar.

Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.

 

Digranes- og Hjallaprestakall – þarfagreining:


Digranesprestakall og Hjallaprestakall voru sameinuð árið 2020 og mynda nú eitt öflugt prestakall með tvær sóknir og tvær fallegar kirkjur.

Prestakallið tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og er hluti af samstarfssvæði kirkjunnar í Kópavogi sem byggir á góðu skipulagi og traustri samvinnu.

Samanlagður íbúafjöldi í sóknunum er 18351.

Í Digranessókn búa 11377, þar af 6406 í þjóðkirkjunni.

Í Hjallasókn búa 6974, þar af 3260 í þjóðkirkjunni.

Í prestakallinu eru tíu leikskólar, fjórir grunnskólar og einn framhaldsskóli.

Á samstarfssvæðinu er vaktsími sem prestarnir skiptast á að vera með og sinna jafnframt þjónustu við dvalar- og hjúkrunarheimilin í Kópavogi, Boðaþing, Roðasali og Sunnuhlíð.

Góð aðstaða er í báðum kirkjum prestakallsins, bæði til helgihalds og almenns safnaðarstarfs, auk vel búinna skrifstofa.

Prestakallinu er nú þjónað af sóknarpresti, presti og starfsfólki safnaðanna.

Tveir organistar starfa við prestakallið.

Helgihald.

Messað er hvern helgan dag í báðum kirkjum prestakallsins.

Vilji er til að auka fjölbreytni í helgihaldi og nýta tækifærið sem gefst með ólíkum messutíma í kirkjunum og ólíku messuformi.

Gott orgel er í báðum kirkjum og efla á kórastarf safnaðanna.

Horft er til þess að bjóða einnig upp á helgihald á virkum dögum t.d. fyrir barnafjölskyldur.

Safnaðarstarf.


Sunnudagaskóli er hvern sunnudag yfir vetrarmánuðina, auk þess er á virkum dögum sex til níu ára starf, tíu til tólf ára starf, æskulýðsstarf, fermingarfræðsla og foreldramorgnar.

Öflugt starf fyrir eldri borgara er alla þriðjudaga í Digraneskirkju og bænastund og samvera alla miðvikudaga í Hjallakirkju.

Safnaðaruppbygging.


Framundan er áframhaldandi safnaðaruppbygging í prestkallinu.

Horft er til þess að efla innra starf kirkjunnar með fjölbreyttum og hugmyndaríkum hætti.

Lögð verður áhersla á að efla enn frekar barna og æskulýðsstarf í prestakallinu og fjölga samverustundum fyrir ólíka hópa.

Helstu áherslur í starfi prestsins.

Presturinn mun hafa yfirumsjón með barna- og æskulýðsstarfi í prestakallinu og þarf því að hafa fjölbreytta og viðamikla þekkingu og reynslu af slíku starfi.

Presturinn mun halda utan um teymi leiðtoga í barna- og æskulýðsstarfinu.

Presturinn þarf að hafa góða reynslu af fermingarfræðslu og vera tilbúinn að leiða nýbreytni í starfinu.

Presturinn þarf að vera tilbúinn að sinna allri almennri prestsþjónustu og leiða fjölbreytt helgihald.

Presturinn mun taka þátt í öllum starfsþáttum safnaðarstarfsins samkvæmt skipulagi og nánari verkaskiptingu milli prestanna.

Gerður verður samstarfssamningur milli prestanna í prestakallinu.

Presturinn mun hafa viðveru í báðum kirkjum og fasta viðtalstíma eftir nánara skipulagi.

Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að sinna vaktsímanum og þjónustu við dvalar- og hjúkrunarheimilin í Kópavogi.

Óskað er eftir einstaklingi sem hefur góða reynslu af teymisvinnu og hefur til að bera mikla færni í mannlegum samskiptum.

Viðkomandi þarf að hafa jákvæða sýn á samvinnu og vera tilbúinn að leggja sig fram um að stuðla að jákvæðu samstarfi.

Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt en vera jafnframt tilbúinn að leiða saman ólíka hópa og sýna hugmyndaauðgi þegar kemur að nýjungum í safnaðarstarfi.

Presturinn þarf að geta nýtt sér samfélagsmiðla til þess að auglýsa starfið.

Reynsla eða menntun í sálgæslu er kostur.

Starfið býður upp á mörg tækifæri fyrir réttan einstakling til þess að blómstra í vaxandi starfi.


slg


Myndir með frétt

Hjallakirkja
  • Biskup

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna