Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apríl 2024

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum



Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigsprestakalli og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra lýkur prófastsþjónustu sinni að eigi ósk þann 1. júní næst komandi.

Hún hefur gengt þjónustunni í 9 ár.

Sr. Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli tekur við af sr. Helgu Soffíu.

Sr. Helga Soffía hefur kallað presta og djákna saman til fundar einu sinni í mánuði yfir vetrartímann sem er afar dýrmætt þeim sem sinna þessari þjónustu í kirkjunni.

Vor- og haustfundir eru eingöngu fyrir presta þar sem áhersla er lögð á presstarfið.

Vorfundur presta í prófastsdæminu fór fram í Safnaðarheimili Háteigskirkju á síðasta degi vetrar.

Fundurinn hófst með ritningarlestri og bæn í umsjá sr. Evu Bjarkar Valdimarsdóttur prests í Fossvogsprestakalli.

Yfirskrift fundarins var “Kennum hvert öðru”.

Allir prestarnir sögðu frá áherslum sínum í starfi síðast liðinn vetur og var sérstaklega áhrifamikið að hlusta á sr. Sigrúnu Óskarsdóttur fangaprest segja frá helgihaldi í fangelsinu á páskadagsmorgun, þar sem fjölskyldur fanganna tóku þátt.

Þá voru flutt tvö erindi.

Fyrirlesarar voru sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Bolli Pétur Bollason frá Ástjarnarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir frá Laugardalsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Rakel Halldórsdóttir, kynningarfulltrúi Háteigskirkju sá um að gefa fólki að borða og tók þessa mynd af fundarfólki fyrir fréttaritara kirkjan.is


slg


  • Fundur

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Fræðsla

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna