Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

7. maí 2024

Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

Sr. Guðrún og frú Agnes

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir hefur verið kjörin biskup Íslands eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar kirkjunnar, bæði á biskupsstofu og rekstrarstofu fögnuðu nýkjörnum biskupi á biskupsstofu í Grensáskirkju kl. 14.00 í dag með miklu lófaklappi.

Fjölmiðlum var boðið til fagnaðarins og þar gafst þeim tækifæri til að taka myndir og ræða bæði við núverandi biskup Íslands og hinn nýkjörna biskup.

Sr. Guðrúnu voru færð blóm og ávarpaði biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir sr. Guðrúnu og bauð hana velkomna til starfa í því góða teymi sem starfsfólk biskupsstofu og rekstrarstofu er.

Sr. Guðrún kemur til starfa á biskupsstofu í sumar en biskupsvígslan fer fram í lok kirkjudaga, sem haldnir verða 25. ágúst til 1. september.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af sr. Guðrúnu og forseta kirkjuþings Drífu Hjartardóttur og frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands.

Auk þess er mynd af starfsfólki biskupsstofu með biskupi Íslands.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna