Vorhátíðir víða um land

10. maí 2024

Vorhátíðir víða um land

Nú fer fermingum brátt að ljúka þó ævinlega sé víða fermt á landsbyggðinni á hvítasunnu, sem í ár er 19. maí.

Vetrarstarfi barnastarfs kirknanna fer einnig að ljúka og víða fer af stað sumarstarf sem er fjölbreytt.

Sumarbúðir kirkjunnar er starfræktar á Eiðum á Héraði og sumarbúðir KFUM og K eru í Vatnaskógi og Vindáshlíð svo og í Ölveri, Kaldárseli og á Hólavatni.

Auk þess er boðið upp á leikjanámskeið KFUM og K í Lindakirkju í Kópavogi og í Reykjanesbæ.

Þegar vetrarstarfinu lýkur eru víða vorhátíðir þar sem boðið er upp á fjölbreytt skemmtiefni.

Að sögn sr. Daníels Ágústs Gautasonar æskulýðsprsts í Fossvogsprestakalli mun vorhátíð barnastarfsins í Fossvogsprestakalli fara fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 12. maí kl. 11:00.

„Byrjað verður á léttri og skemmtilegri stund inni í Bústaðakirkju þar sem barnakór Fossvogs syngur.

Þá verða nemendur við Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar útskrifaðir í stundinni, en góður hópur frá Fossvogsprestakalli hefur tekið þátt í skólanum þetta árið.

Við lok stundar verður nýi krossinn sem er hellulagður fyrir utan kirkjuna blessaður.

Stéttin var nýlega endurnýjuð fyrir framan aðalinngang Bústaðakirkju, þar sem ljósakrossinn er nú mun sýnilegri en áður“ segir sr. Daníel og bætir við:

„Eftir stundina verður boðið upp á grillaðar pylsur, ungleiðtogar sjá um andlitsmálun og blöðrudýr, og svo verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin“

segir sr. Daníel að lokum.

slg


  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls