"Við erum hér til að sýna ykkur að þið eruð ekki ein"

16. maí 2024

"Við erum hér til að sýna ykkur að þið eruð ekki ein"

Forseti Lútherska Heimssambandsins Henrik Stubkjær og framkvæmdastjórinn Anne Burghardt heimsóttu Kyiv og Kharkiv í Úkraínu í vikunni.

Samstaða með þjóð og kirkju var kjarni þess sem Henrik Stubkjær forseti sambandsins og Anne Burghardt framkvæmdastjóri sögðu þegar þau heimsóttu Úkraínu í vikunni.

„Haldið áfram að boða hina kristnu von í orði og verki“ var leiðarstef heimsóknarinnar.

Sendinefndin heimsótti söfnuð þýsku evangelísku lúthersku kirkjunnar, sem er ein nýjasta kirkjan innan Lútherska heimssambandsins.

Síðan heimsóttu þau vettvang þeirrar mannúðarvinnu sem Lútherska heimssambandið er að vinna að í Kyiv og Kharkiv.

Sunnudaginn 12. maí tóku þau þátt í hátíðaguðsþjónustu í St. Cathrine lúthersku kirkjunni í Kyiv.

Þar var með í för Morten Dahlin kirkjumálaráðherra Dana.

„Við komum til ykkar á stríðstímum“ sagði Henrik Stubkjær við söfnuðinn í Kharkiv.

„Við erum hér til að sýna ykkur að þið eruð ekki ein og einnig til þess að læra og sjá með okkar eigin augum hvernig stríðið hefur áhrif á líf ykkar.“

Sendinefndin fundaði með yfirmanni forsetaskrifstofunnar Andrii Yermak og borgrstjóra Kharkiv Igor Terehov.

„Eftir að innrásin hófst hefur Lútherska heimssambandið staðið með úkraínsku þjóðinni með fyrirbænum, boðun friðar, og með mannúðaraðstoð“ sagði Anne Burghard framkvæmdastjóri.

„Við höfum sérstakar áhyggjur af því þegar trúin er notuð í politískum tilgangi í þessari baráttu.

Lútherska heimssambandið er fulltrúi kristni sem heldur vörð um mannlega reisn“

sagði hún.

Dr. Ireneusz Lukas yfirmaður Evrópusviðs Lútherska heimssambandsins, Josef Pfattner svæðisstjóri sambandsins fyrir Úkraínu og Cornelia Kästner-Meyer frá samskiptasviðinu voru einnig með í för.

Þar funduðu þau með Pavlo Shvarts biskupi þýsku evangelísku lúthersku kirkjunnar í Úkraínu og Mark Mullan leiðtoga mannúðarstarfs sambandsins.

„Það var áhrifamikið að hitta fólkið og hlusta á sögur þess“ sagði forseti sambandsins.

Sendinefndin talaði við fólk sem bjó í húsnæði sem Lútherska heimssambandið hafði byggt upp í Kharkiv.

Auk þess sáu þau þá eyðileggingu sem eldflaugar og drónar höfðu nýlega valdið.

„Við höfum séð hve mikilvægt starf kirknanna okkar er, sem hafa gefið flóttafólki mat og teppi og byggt upp heimili þeirra og auk þess boðað hina kristnu von í orði og verki“ bætti hann við.

„Við sáum aðeins brot af því sem fólk hefur gengið í gegnum“ bætti Anne Burghhardt við.

„Það voru stanslaust loftvarnarflautur í gangi.

Við hittum fólk sem vinnur myrkranna á milli og setur sig í mikla hættu til að hjálpa öðrum.

Ég vil lýsa yfir þakklæti mínu og Lútherska heimssambandsins til starfsfólksins okkar og samstarfsfólks þess sem eru að vinna afar mikilvægt starf við erfiðar aðstæður.“

Hún þakkaði einnig Shvarts biskupi fyrir staðfestu hans.

„Þið eruð ef til vill lítil kirkja hvað meðlimafjölda varðar, en hvað snertir boðun ykkar þá eruð þið stór.“

Shvarts biskup sagði: „Þið hafið komið til okkar hingað til Kharkiv á mjög erfiðum tímum.

Þessi heimsókn hefur verið afar mikilvæg fyrir okkur því þið hafið sýnt okkur samstöðu á stríðstímum.

Þetta var tækifæri til að hitta okkar litlu kirkju, en einnig styrkjandi fyrir fólkið okkar sem þarf að lifa við ófrið, að finna að þau tilheyra hinu stóra samhengi Lútherska heimssambandsins.“

Sendinefndin og danski kirkjumálaráðherrann heimsóttu evangelísku kirkjuna í Póllandi á leið sinni til Úkraínu.

Þar hittu þau Jerzy Samiec biskup og kynntust lífi og starfi kirkjunnar þar.


slg



  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna