Tíu sækja um Háteigsprestakall

17. maí 2024

Tíu sækja um Háteigsprestakall

Háteigskirkja

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti við Háteigsprestakall.

Umsóknarfrestur rann út 14 maí s.l. og sóttu 11 um starfið.

Einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka.

Fimm umsækjendur óska nafnleyndar, aðrir umsækjendur eru:

Sr. Árni Þór Þórsson

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir

Sr. Dagur Fannar Magnússon

Sr. Davíð Þór Jónsson

Erna Kristín Stefánsdóttir, mag.theol.



Prestakallið er ein sókn, Háteigssókn, sem er víðfeðm sókn með um 12.500 íbúa.

Sóknarmörk fylgja helstu stofnbrautum í Hlíðunum og Holtunum.

Myndarlegt safnaðarheimili er við kirkjuna.

Þar er góð starfsaðstaða fyrir prestana og annað starfsfólk.

Prestarnir eru með skrifstofur sínar og viðtalsherbergi á sérstökum gangi á neðri hæð safnaðarheimilisins.

Við kirkjuna eru tveir öflugir kórar, Kordía kór Háteigskirkju og Perlukórinn, barna – og unglingakór Háteigskirkju.

Prestar Háteigskirkju skiptast á að þjóna við helgihaldið og organisti annast oftast undirleik.

Háteigskirkja tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og tekur virkan þátt í samstarfi á vettvangi prófastsdæmisins.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

slg


  • Biskup

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls