Bergþóra Ragnarsdóttir ráðin djákni við Skálholtsprestakall

23. maí 2024

Bergþóra Ragnarsdóttir ráðin djákni við Skálholtsprestakall

Berþóra djákni og Jón organisti í Skálholtsdómkirkju

Bergþóra Ragnarsdóttir var ein af þeim fjórum sem vígðust í Skálholtsdómkirkju á annan í hvítasunnu.

Hún var vígð djákni til þjónustu við Skálholtsprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Bergþóra er fædd þann 11. febrúar árið 1979 á Höfn í Hornafirði og er að eigin sögn Austur Skaftfellingur í húð og hár.

Foreldrar hennar eru Ragnar Jónsson bóndi og hefur hann búið alla tíð í Akurnesi í Nesjasveit og Ingunn Jónsdóttir húsmóðir, sem er fædd á Hnappavöllum í Öræfasveit.

Bergþóra er fjórða í röð níu systkina.

Hún er gift Jóni Bjarnasyni organista í Skálholti og eiga þau eina dóttur Hildi Ingu.

Bergþóra hefur verið í kirkjustarfi frá unga aldri.

“Fyrst var það sunnudagaskóli og svo byrjaði ég 12 ára gömul að syngja í kirkjukór Bjarnaneskirkju með mömmu og einni systra minna.

Ég söng í kirkjukór þar til ég flutti til Reykjavíkur““ segir Bergþóra.

Hún hóf nám í guðfræðideild Háskóla Íslands 11. september árið 2001 og vann með náminu ásamt Jóni eiginmanni sínum í sunnudagaskólanum í Breiðholtskirkju.

Hún starfaði einnig eitt sumar sem kirkjuvörður á Hólum í Hjaltadal og um tíma sem kirkjuvörður í Seljakirkju í Reykjavík.

Bergþóra vann, ásamt fleirum, að uppsetningu gestastofu í Skálholti sumarið 2010.

Hún útskrifaðist með B.A. próf í guðfræði í október árið 2005 og lauk svo djáknanáminu árið 2015.

Hún hefur séð um barnastarf í Skálholtsprestakalli síðan haustið 2014.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna