Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

24. maí 2024

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

Sr. Guðlaug Helga

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli.

Sr. Guðlaug Helga ólst upp á Hvolsvelli.

Hún er dóttir hjónana Guðrúnar Árnadóttur og Guðlaugs Friðþjófssonar.

Hún er gift Einari Þór Hafberg sérfræðingi í í lifrasjúkdómum og lifraígræðslulækningum barna og þau eiga tvær dætur Brynhildi Guðrúnu Hafberg 14 ára og Ísafold Örnu Hafberg 12 ára.

Sr. Guðlaug Helga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni.

Hún útskrifaðist frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands með cand.theol. próf árið 2009.

Meðfram námi í guðfræði vann hún hjá Þjónustumiðstöð Rannsóknarverkefna og sem æskulýðsleiðtogi hjá Hafnarfjarðarkirkju.

Eftir nám starfaði hún um tíma hjá Félagsþjónustu Snæfellsbæjar en Guðlaug Helga og Einar fluttust svo til Bandaríkjana þar sem hann sótti sér framhaldsmenntum í læknisfræði.

Þau bjuggu erlendis í 11 ár en eftir heimkomuna byrjaði sr. Guðlaug Helga að vinna á Leikskólanuum Langholti en hóf svo störf hjá Lágafellssókn.

Meðfram því er hún hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls