Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir hefur verið ráðin prestur við Seljasókn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Sr. Steinunn Anna er fædd árið 1991 og uppalin í Seljahverfi.

Hún er dóttir hjónanna Baldvins Bjarnasonar og Kristínar Jónu Grétarsdóttur.

Sr. Steinunn Anna er einstæð tveggja barna móðir og býr með börnum sínum , 9 ára og 1 árs í Seljhverfi.

Sr. Steinunn Anna er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík.

Árið 2015 lauk sr. Steinunn Anna B.A. gráðu með guðfræði sem aðalgrein og Tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein.

Hún lauk hún B.A gráðu í guðfræði árið 2021 og mag. theol. gráðu í guðfræði árið 2024.

Sr. Steinunn Anna hefur frá árinu 2014 starfað sem kirkjuvörður og æskulýðsfulltrúi í Seljakirkju.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna