Sr. Ása Laufey ráðin

7. júní 2024

Sr. Ása Laufey ráðin

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Háteigsprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Umsóknarfrestur rann út 14 maí s.l

Valnefnd kaus sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur prest innflytjenda til þjónustunnar.

Prestakallið  er ein sókn, Háteigssókn, sem er víðfeðm sókn með um 12.500 íbúa.

Sóknarmörk fylgja helstu stofnbrautum í Hlíðunum og Holtunum.

Myndarlegt safnaðarheimili er við kirkjuna.

Þar er góð starfsaðstaða fyrir prestana og annað starfsfólk.

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir er fædd árið 1979 á Siglufirði og ólst síðar upp í Breiðholti og vesturbæ Reykjavíkur.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2000 og mag. theol gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 2013.

Sr. Ása Laufey lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2020 og MA prófi í guðfræði árið 2022.

Sr. Ása Laufey starfaði sem fræðslufulltrúi og prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá árinu 2014 til ársins 2017.

Hún var vígð 22. febrúar árið 2015 til íslensku kirkjunnar í Noregi.

Hún starfaði síðar sem æskulýðsprestur í Neskirkju og sem héraðsprestur um nokkurt skeið í afleysingum og hafði þá aðsetur í Háteigskirkju.

Sr. Ása Laufey hefur síðustu þrjú ár þjónað sem annar prestur innflytjenda og haft aðsetur í Breiðholtskirkju.

Eiginmaður sr. Ásu Laufeyjar er Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Góðra samskipta.

Þau eiga eina dóttur, Lóu Bjarkar.

Þess má að lokum geta að afi Ásu Laufeyjar, sr. Árelíus Níelsson, þjónaði sem prestur víða um land, síðast í Langholtskirkju í Reykjavík.

Sr. Árelíus þótti sérlega afkastamikið skáld og var mikill forgöngumaður í æskulýðsstarfi og starfi með fólki með vímuefnavanda.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls