Gönguguðsþjónustur í Breiðholti

10. júní 2024

Gönguguðsþjónustur í Breiðholti

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is er sumarstarf kirkjunnar í fullum gangi og er með þó nokkuð breyttu sniði frá vetrarstarfinu.

Í Breiðholti hafa göngumessur milli kirkna verið vinsælar undanfarin ár.

Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð á sumrin og er gengið á milli kirknanna þriggja í Breiðholtinu, Breiðholtskirkju, Seljakirkju og Fella- og Hólakirkju.
Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og oft vel sóttar.

Í gær sunnudaginn 9. júní var fyrsta göngumessa sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti.

Þá var gengið frá Fella- og Hólakirkju til guðsþjónustu í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

Þau sem ekki treystu sér í gönguna komu beint í guðsþjónustuna.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónaði fyrir altari og prédikaði.

Að sögn sr. Péturs var það gleðisveitin sívinsæla með Perlu Magnúsdóttur í forsvari, sem leiddi safnaðarsönginn og flutti tónlistaratriði.

“Gleðisveitin er kirkjugestum í Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju vel kunnug enda skemmtir sveitin reglulega í eldri borgarastarfinu í báðum kirkjum og tekst alltaf að smita frá sér gleði og vekja mikla lukku.

Eftir stundina var boðið upp á messukaffi“ segir sr. Pétur.

 

Dagskráin framundan er á þessa leið:

Sunnudaginn 16. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.

Sunnudaginn 23. júní er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Sunnudginn 30. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.

Sunnudaginn 7. júlí er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Lagt er af stað frá kirkjunum kl. 10:00 alla þessa sunnudaga, en messurnar hefjast kl. 11:00.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls