Stórkostlegt að fara með sr.Kjartani til Keníu

13. júní 2024

Stórkostlegt að fara með sr.Kjartani til Keníu

Sr. Kjartan heilsar gamalli vinkonu

Sr. Kjartan Jónsson kristniboði og fyrrum sóknarprestur í Tjarnaprestakalli hefur á liðnum árum farið nokkrar ferðir með fólk til að kynnast starfi Kristniboðssambandsins í Pókothéraði í Keníu.

Fréttaritari kirkjan.is fór með sr. Kjartani í eina slíka ferð í janúarmánuði árið 2020.

Hægt er að segja að slík ferð breyti lífi manns.

Í ferðinni kom í ljós hvílíkt þrekvirki kristniboðarnir unnu á síðustu áratugum síðustu aldar í þessu afskekkt héraði.

Fram kom að íslensku kristniboðarnir, Skúli Svavarsson og Kjellrún kona hans, sr. Ragnar Gunnarsson og Hrönn kona hans og sr. Kjartan Jónsson og Valdís kona hans höfðu hafið störf sín undir tré.

Í þeirra tíð voru byggðar moldarkirkjur, en alls staðar þar sem við komum var farið að byggja stórar múrsteinskirkjur, sem rúma mörg hundruð manns, enda er gríðarlegur vöxtur í starfi safnaðanna.

Það sem fyrstu kristniboðarnir lögðu líka áherslu á var að koma upp heilsugæslu og skólum, sérstaklega fyrir stúlkur.

Það er stórkostleg lífsreynsla að fara með sr. Kjartani á þessar slóðir því honum var alls staðar fagnað eins og þjóðhetju og greinilegt var að sjá hve kristin trú hafði breytt miklu í lífi fólksins.

Auk þess talar sr. Kjartan reiprennandi swahili.

Nú er stefnt að nýrri ferð dagana 15.-29. janúar árið 2025.

Kostnaður er áætlaður 400-450 þúsund á mann, en það ræðst af flugfargjaldi og fleiru.

Á dagskrá er heimsókn í þjóðgarð, skoðunarferð um Nairobi og 6 nátta ferð til Pókot þar sem söfnuðir og skólar verða heimsóttir og fræðst um land og þjóð.

Áhugasamir geta haft beint samband við sr. Kjartan í síma 863 2220 eða með pósti á kjartan34@gmail.com.

Eins gefur framkvæmdastjóri SÍK, sr. Ragnar Gunnarsson upplýsingar, sími 533 4900 og póstfangið er ragnar@sik.is.

Einnig má benda á kynningarfund sem verður í fundarherbergi Kristniboðssambandsins að Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð (fyrir neðan Kristniboðssalinn) í dag, fimmtudaginn 13. júní kl. 17-18.

Myndir sem fylgja fréttinni voru teknar í Pókot héraði árið 2020.

 

slg



Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna