Þau sóttu um
Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst næstkomandi.
Þau sem sóttur um eru:
Sr. Árni Þór Þórsson
Sr. Bryndís Böðvarsdóttir
Sr. Dagur Fannar Magnússon
Sr. Daníel Ágúst Gautason
Erna Kristín Stefánsdóttir, mag.theol.
Þrír umsækjendur óska nafnleyndar.
Prestakallið
Sóknarmörk Grafarvogssóknar eru Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði.
Í Grafarvogssókn er ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng.
Kirkjan er vinsæl athafnakirkja, góð aðstaða er fyrir hvers konar samkomuhald og nálægð við Gufuneskirkjugarð er mikill kostur.
Skrifstofur presta, djákna og organista eru í Grafarvogskirkju auk þess sem prestar og djákni deila sameiginlegri skrifstofu og viðtalsaðstöðu í Kirkjuselinu.
Fjórir vígðir þjónar starfa við kirkjuna, þrír prestar og einn djákni.
Auk þess eru tveir organistar, tveir kirkjuverðir, ritari, æskulýðsfulltrúi og leiðtogar í föstu starfi.
Við kirkjuna eru starfræktir þrír kórar, Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og Barnakór Grafarvogs sem er rekinn í samstarfi við Tónlistarskóla Grafarvogs.
Sóknin tilheyrir Reykjavíkurprófastdæmi eystra og samstarfssvæði er með Grafarholts- og Árbæjarsöfnuði.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.
Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.
slg