Dagskrá kirkjudaganna tekur á sig mynd

25. júní 2024

Dagskrá kirkjudaganna tekur á sig mynd

Kirkjudagarnir 2024 munu standa yfir í heila viku í lok ágúst.

Á vef kirkjudaganna segir:

"Fólk af öllu landinu kemur saman í Lindakirkju til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í alls konar dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september.

Þeir hefjast með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni, en svo verður pílagrímaganga að Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.

Frá mánudegi til fimmtudags verða málstofur í Lindakirkju og á föstudeginum Sálmafoss með þátttöku kóra af öllu landinu og sungnir verða valdir sálmar í ýmsum útsetningum.

Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá í Lindakirkju; hoppukastalar, völundarhús, fyrirlestrar, kynningar og margt fleira. Kirkjudögum lýkur með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9).

Friður kemur víða við í Biblíunni og getur merkt eining, innri ró, velferð og gleði.

Englarnir á Betlehemsvöllum sungu um frið á jörðu og Jesús boðar að sannan frið sé að finna í kærleikanum og voninni.

Að vera friðflytjandi er að stuðla að einingu og réttlæti, sýna samhygð og virðingu.“

Þessa dagana er dagskráin að taka á sig mynd.

Er hún eftirfarandi:

Sunnudagur 25. ágúst

11:00 Kveðjumessa biskups Íslands í Dómkirkjunni

12:00 Pílagrímaganga frá Dómkirkjunni í Lindakirkju

16:00 Setning Kirkjudaga í Lindakirkju

 

Mánudagur-fimmtudags 26.-29. ágúst

17:30 Helgistund

18:00 Málstofur

19:00 Málstofur

20:00 Málstofur

21:00 Helgistund

21:30 Off venue

Kaffihús opið í safnaðarheimilinu

Föstudagur 30. ágúst

15:00 Afhending heiðursviðurkenningar Liljunnar

16:30 Sálmafoss

22:00 Helgistund

Kaffihús og kynningarbásar kl. 16:00-22:00

 

Laugardagur 31. ágúst

9:30 Helgistund

10:00-16:00 Málstofur, vinnustofa, fyrirlestrar, kynningarbásar, kaffihús og fleira

12:00-16:00 Hoppukastalar, messy-church, dagskrá á sviði, völundarhús og fleira

16:00-16:30 Hátíðarhelgistund

 

Sunnudagur 1. september

14:00 Vígsla nýs biskups í Hallgrímskirkju.

 

Kirkjan.is mun greina ítarlega frá því þegar nær drergur Kirkjudögunum hvernig málstofunum verður háttað.

 

slg


  • Biskup

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Biblían

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði