Andlát

29. júní 2024

Andlát

Sr. Sigfús Jón Árnason

Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri.

Hann fæddist á Sauðárkróki þann 20. apríl árið 1938.

Foreldrar hans voru Árni Gíslason og Ástrún Sigfúsdóttir.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959.

Sr. Sigfús lauk cand. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 1965 og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði þann 4. júlí sama ár.

Sr. Sigfús var sóknarprestur á Sauðárkróki frá 1976-1980 og síðar á Hofi í Vopnafirði frá 1980-2004 að undanskildu einu ári, 1990-1991 er hann stundaði nám í Þýskalandi.

Hann var prófastur í Múlaprófastsdæmi frá árinu 1999 til ársloka 2004 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Sr. Sigfús Jón lætur eftir sig 5 syni, 3 stjúpbörn og 24 barnabörn.

Eftirlifandi eiginkona sr. Sigfúsar er Anna María Pálsdóttir.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði