Vel mætt í bænastundir

30. júní 2024

Vel mætt í bænastundir

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Síðasta bænastundin fyrir sumarfrí í Dalvíkurkirkju var síðast liðinn miðvikudag þann 26. júní.

Bænastundirnar hefjast aftur í september.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli leiddi stundina, en bræður úr Ólafsfirði, þeir Björn Þór Ólafsson sem er 83 ára og Stefán V. Ólafsson sem er 80 ára sungu mörg rómantísk lög.

Organistinn Þórður Sigurðsson spilaði falleg lög á píanó fyrir stundina og svo undirleik með þeim bræðrum.

Eftir stundina var farið í safnaðarheimilið og snæddur hádegisverður.

Sr. Erla Björk tjáði fréttaritara kirkjan.is að það hafi mætt 40 manns, en það er fastagestalisti.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði