Fyrsti vinnudagurinn annasamur

1. júlí 2024

Fyrsti vinnudagurinn annasamur

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir á biskupssofu

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kom til starfa á biskupsstofu í morgun þann 1. júlí og var dagurinn annasamur.

Svo annasamur að hún gat ekki svarað þeim spurningum sem fréttaritara kirkjan.is lá á hjarta.

En nú í kvöld gaf hún sér tíma til að svara nokkrum spurningum.

 

Hvernig var að koma til vinnu á biskupsstofu í morgun?

„Það var virkilega gaman að koma á biskupsstofu í morgun.

Stór hluti starfsfólksins var á staðnum og einhver komu úr sumarfríi til að taka á móti mér og önnur frestuðu sumarfríi þar til á morgun.

Við borðuðum öll saman í hádeginu og ég upplifði mig ákaflega velkomna."

 

Hver eru helstu verkefni framundan?

"Ég er þegar komin inn í þó nokkur mál og nóg að gera við að setja mig inn í verkefnin sem liggja fyrir.

Þá er ég að skipuleggja færanlega skrifstofu þ.e. hvar ég verð með skrifstofu í vetur í hinum ólíku landshlutum.

Ég er með bókaða fundi með stjórnum og nefndum alla vikuna þar sem ég er að setja mig inn í þeirra málefni.

Svo er líka mikilvægt að kynnast samstarfsfólkinu mínu á biskupsstofu vel en mér líst afar vel á samstarfsfólkið.

Við erum þrjú sem hófum störf í dag en auk mín eru það Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari og Heimir Hannesson samskiptastjóri.

Ég mun leggja ríka áherslu á samskiptamálin og verða þau eitt af forgangsverkefnunum í vetur."

 

Nú vígist þú biskupsvígslu 1. september, hvernig verður þá vinnu þinni háttað þessa tvo mánuði?

"Ég lít svo á að ég geti annast alla þjónustu biskups nema þá sem tengist vígslum.

Sumarið fer því að miklu leyti í að skipuleggja veturinn og leggja línur fyrir framtíðina auk þess sem ég er komin með öll stjórnsýsluleg málefni á mínar hendur."

 

Hvernig verður með innsetningu forseta Íslands 1. ágúst?

"Við, frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup munum báðar taka þátt í henni.

Það fer vel á því að fráfarandi biskup og nýkjörinn biskup taki þátt í innsetningunni í sameiningu."

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls