Fjölbreytt dagskrá á Orgelsumri

3. júlí 2024

Fjölbreytt dagskrá á Orgelsumri

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 7. júlí til 25. ágúst í sumar 2024.

Sextán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli og Frobenius-kórorgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum kl. 12:00 og á sunnudögum kl. 17:00 í júlí og ágúst.

Dagskráin er mjög fjölbreytt og með organleik er söngur og flautuleikur og leikið verður á klarinett og selló í sumar.

Á Menningarnótt verður Orgelmaraþon þar sem frábærir organistar munu flytja orgeltónlist milli kl. 14:00 og 18:00.

Fyrsta Orgelmaraþon Íslandssögunnar var haldið í tilefni af sextugs afmæli Björns Steinars Sólbergssonar organista í Hallgrímskirkju á Menningarnótt árið 2022.

Einnig verða kórónur og fleira skemmtilegt fyrir börnin.

Orgelsumri lýkur með lokatónleikum sunnudaginn 25. ágúst kl. 17:00 með organistanum Nils-Henrik Asheim frá Stavanger í Noregi.

Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2024 flytur Kjartan Jósefsson Ognibene organisti sem búsettur er í Danmörku verk eftir J.S. Bach, Maurice Duruflé, Jean Langlais, Jehan Alain og frumsamið verk, Gefðu að móðurmálið mitt – Choral, Canon og Toccata.

Kjartan er fæddur árið 1991 og hefur lokið MA gráðu í orgel- og kirkjutónlist frá Konunglega danska Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn (DKDM) og hélt hann masterstónleika í Grundtvigs Kirke sumarið 2023 þar sem hann hlaut hæstu einkunn og einróma lof fyrir frammistöðuna.

Dagskrá Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2024:

Sunnudagur 7. júlí kl. 17:00

Upphafstónleikar Orgelsumars

Kjartan Jósefsson Ognibene, orgel Kaupmannahöfn Danmörk


Laugardagur 13. júlí kl. 12:00

Ensemble Norðsól

Svafa Þórhallsdóttir, söngur

Anne Kirstine Mathiesen, orgel

Hanna Englund, selló


Sunnudagur 14. júlí kl. 17:00

Wolfgang og Judith Portugall Bensheim Þýskaland

Wolfgang Portugall, orgel

Judith Portugall flauta

 

Laugardagur 20. júlí kl. 12:00

Ágúst Ingi Ágústsson orgel Kópavogur

 

Sunnudagur 21. júlí kl. 17:00

Kadri Ploompuu, orgel Tallinn Toom Eistland


Laugardagur 27. júlí kl. 12:00

Matthías Harðarson og Harpa Ósk Björnsdóttir

Matthías Harðarson, orgel Vestmannaeyjar

Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran

 

Sunnudagur 28. júlí kl. 17:00

Maxine Thevenot, orgel Cathedral of St. John Albuquerque Bandaríkin

 

Laugardagur 3. ágúst kl. 12:00

Elísabet Þórðardóttir og Þórður Árnason

Elísabet Þórðardóttir, orgel Laugarneskirkja

Þórður Árnason gítar

 

Sunnudagur 4. ágúst kl. 17:00

Thierry Escaich, orgel Notre Dame París, Frakkland

Laugardagur 10. ágúst kl. 12:00

Tuuli Rähni og Selvadore Rähni

Tuuli Rähni, orgel Eistland - Ísland

Selvadore Rähni, klarínett

 

Sunnudagur 11. ágúst kl. 17:00

Vidas Pinkevicius & Ausra Motuzaite-Pinkeviciene, orgel Vilnius Litháen

 

Laugardagur 17. ágúst kl. 12:00

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgel Akureyrarkirkja

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, selló

 

Sunnudagur 18. ágúst kl. 17:00

Kitty Kovács, orgel Landakirkja Vestmannaeyjum


Laugardagur 24. ágúst kl. 14:00-18:00

ORGELMARAÞON Á MENNINGARNÓTT

Björn Steinar Sólbergsson, Steinar Logi Helgason, Matthías Harðarson, Kittý Kovács, Tuuli Rähni, Nils-Henrik Asheim og Elísabet Þórðardóttir.

Kórónur og fleira skemmtilegt fyrir börnin.

 

Sunnudagur 25. ágúst kl. 17:00

Nils-Henrik Asheim, orgel Stavanger, Noregi

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði